Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Lil Nas X á­kærður fyrir brot á alríkislögum

Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum.

Lífið
Fréttamynd

Sopranos-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Það logaði glatt í Berg­þórs­hvoli á Njáluhátíð í Rang­ár­þingi

Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um stækkun Þjóð­leik­hússins

Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig.

Innlent
Fréttamynd

Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita

Seltjarnesbær heldur í dag árlegan Fjölskyldudag sinn í Gróttu. Dagskrá stendur frá klukkan 12 til 14. Hægt verður að heimsækja Gróttuvita, sjá Spiderman klifra upp vitann auk þess sem hægt verður að skoða lífríkið með líffræðingi og föndra flugdreka.

Lífið
Fréttamynd

Möl­braut rúðu í Þjóð­leik­húsinu

Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Woody Allen aðal­númerið hjá Rússum

Leikstjórinn Woody Allen, sem hefur ekki átt upp á dekk síðastliðin ár, hefur ekki verið slaufað algjörlega því hann verður aðalnúmerið á alþjóðlegri kvikmyndaviku í Moskvu sem fer fram dagana 23. til 27. ágúst.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lést við tökur á Emily in Paris

Ítalski aðstoðarleikstjórinn Diego Borella hneig niður við tökur á Netflix-þáttunum Emily in Paris í Feneyjum á fimmtudag og var úrskurðaður látinn á vettvangi af viðbragðsaðilum.

Erlent
Fréttamynd

Ný við­bygging við Þjóð­leik­húsið „lang­þráður draumur“

Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. 

Menning
Fréttamynd

Þunga­rokk­stjarna lést í mótor­hjóla­slysi

Fyrrverandi gítarleikari og söngvari í þungarokkshljómsveitinni Mastodon lést í mótorhjólaslysi í Atlanta í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mastodon er gífurlega vinsæl hljómsveit sem hefur starfað frá 2000 og hefur tvisvar spilað á Íslandi, árið 2003 og aftur 2015. 

Lífið
Fréttamynd

Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvols­velli í kvöld

Það er mikið líf og fjöri í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í kvöld en þar fer nú fram setning fjögurra daga Njáluhátíðar í Rangárþingi með skemmti-, lista og fræðikvöldi. Sérsaminn leikþáttur verður meðal annars sýndur og Hundur í óskilum ætlar að taka nokkur Njálulög svo eitthvað sé nefnt. Við vorum í beinni útsendingu frá Hvolsvelli í fréttatíma Sýnar.

Lífið
Fréttamynd

Seiðandi víbrur sem virka í bólinu

Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni.

Lífið
Fréttamynd

Sann­færði Balta um að snúa aftur

Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Opnar sig um svip­legt frá­fall eigin­mannsins

Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör tekjuhæstur í Iceguys

Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið