Fjöldi glæpahópa á Íslandi tvöfaldast
Fjöldi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tæpum tíu árum. Þetta segir yfirmaður hjá Ríkislögreglustjóra en aukin umsvif og sýnileiki Hells Angels á Íslandi eru það sem varð til þess að lögregla ákvað að ráðast í aðgerðir um helgina.