Vildi ekki peninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2026 08:03 Pape Thiaw sést hér á hliðarlínunni í Afríkukeppninni á dögunum. Getty/Ulrik Pedersen Aganefnd Afríska knattspyrnusambandsins (CAF) hefur ákveðið að refsa bæði Senegal og Marokkó eftir alla dramatíkina í úrslitaleik Afríkukeppninnar á dögunum. Aganefnd CAF hefur dæmt Pape Thiaw, landsliðsþjálfara Senegal, í fimm leikja bann í leikjum á vegum CAF og sektað hann um hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir óíþróttamannslega framkomu í leiknum 18. janúar á þessu ári. Upphæðin jafngildir tæplega tólf milljónum íslenskra króna. Senegalska þjóðin hóf strax hópfjármögnun til að hjálpa til við að greiða þessa hundrað þúsund dollara sekt Pape Thiaw en hann hefur afþakkað stuðninginn og hvetur fólk þess í stað til að gefa til annarra málefna: „Samstaða ykkar hefur snert mig djúpt“ „Senegalska þjóð, fjölskylda mín, samstaða ykkar hefur snert mig djúpt. Takk fyrir kærleikann sem þið sýnið mér á hverjum degi. Hins vegar bið ég ykkur auðmjúklega að skipuleggja ekki fjáröflun í mínu nafni. Ég hvet ykkur til að beina þessum fjármunum í brýnni málefni, til hagsbóta fyrir þá sem raunverulega þurfa á þeim að halda,“ sagði Pape Thiaw. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Leikmennirnir Iliman Ndiaye og Ismaïla Sarr hafa einnig verið dæmdir í tveggja leikja bann hvor fyrir óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómaranum. Senegalska knattspyrnusambandið (FSF) fær 615.000 dala sekt, sem skiptist í 300.000 dali fyrir óábyrga hegðun stuðningsmanna og 300.000 dali fyrir óíþróttamannslega framkomu leikmanna og þjálfarateymis, auk 15.000 dala fyrir að fimm leikmenn fengu gul spjöld. 615 þúsund dala sekt jafngildir tæpum 75 milljónum íslenskra króna. Tveir leikmenn í bann Að auki er marokkóski leikmaðurinn Achraf Hakimi dæmdur í tveggja leikja bann. Liðsfélagi hans, Ismaël Saibari, er dæmdur í þriggja leikja bann. Marokkóska knattspyrnusambandið fær einnig sektir fyrir hegðun boltastrákanna, að sögn CAF. Daginn eftir hneykslisleikinn tilkynnti CAF að hann myndi hafa afleiðingar. Fordæma alla óviðeigandi hegðun „CAF fordæmir harðlega alla óviðeigandi hegðun sem á sér stað í leikjum, sérstaklega þá sem beinist að dómurum eða skipuleggjendum leiksins,“ skrifaði knattspyrnusambandið í yfirlýsingu. Gianni Infantino, forseti FIFA, fordæmdi atburðina. „Það er óásættanlegt að yfirgefa völlinn á þennan hátt,“ sagði Infantino. Senegal er á leið á HM í fótbolta og fyrsti leikurinn er á móti Frakklandi 16. júní en sex dögum síðar spilar Senegal við Noreg. Lokaleikurinn er síðan á móti þjóðinni sem kemur í gegnum umspil FIFA sem er annaðhvort Írak, Bólóvía eða Súrinam. Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Aganefnd CAF hefur dæmt Pape Thiaw, landsliðsþjálfara Senegal, í fimm leikja bann í leikjum á vegum CAF og sektað hann um hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir óíþróttamannslega framkomu í leiknum 18. janúar á þessu ári. Upphæðin jafngildir tæplega tólf milljónum íslenskra króna. Senegalska þjóðin hóf strax hópfjármögnun til að hjálpa til við að greiða þessa hundrað þúsund dollara sekt Pape Thiaw en hann hefur afþakkað stuðninginn og hvetur fólk þess í stað til að gefa til annarra málefna: „Samstaða ykkar hefur snert mig djúpt“ „Senegalska þjóð, fjölskylda mín, samstaða ykkar hefur snert mig djúpt. Takk fyrir kærleikann sem þið sýnið mér á hverjum degi. Hins vegar bið ég ykkur auðmjúklega að skipuleggja ekki fjáröflun í mínu nafni. Ég hvet ykkur til að beina þessum fjármunum í brýnni málefni, til hagsbóta fyrir þá sem raunverulega þurfa á þeim að halda,“ sagði Pape Thiaw. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Leikmennirnir Iliman Ndiaye og Ismaïla Sarr hafa einnig verið dæmdir í tveggja leikja bann hvor fyrir óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómaranum. Senegalska knattspyrnusambandið (FSF) fær 615.000 dala sekt, sem skiptist í 300.000 dali fyrir óábyrga hegðun stuðningsmanna og 300.000 dali fyrir óíþróttamannslega framkomu leikmanna og þjálfarateymis, auk 15.000 dala fyrir að fimm leikmenn fengu gul spjöld. 615 þúsund dala sekt jafngildir tæpum 75 milljónum íslenskra króna. Tveir leikmenn í bann Að auki er marokkóski leikmaðurinn Achraf Hakimi dæmdur í tveggja leikja bann. Liðsfélagi hans, Ismaël Saibari, er dæmdur í þriggja leikja bann. Marokkóska knattspyrnusambandið fær einnig sektir fyrir hegðun boltastrákanna, að sögn CAF. Daginn eftir hneykslisleikinn tilkynnti CAF að hann myndi hafa afleiðingar. Fordæma alla óviðeigandi hegðun „CAF fordæmir harðlega alla óviðeigandi hegðun sem á sér stað í leikjum, sérstaklega þá sem beinist að dómurum eða skipuleggjendum leiksins,“ skrifaði knattspyrnusambandið í yfirlýsingu. Gianni Infantino, forseti FIFA, fordæmdi atburðina. „Það er óásættanlegt að yfirgefa völlinn á þennan hátt,“ sagði Infantino. Senegal er á leið á HM í fótbolta og fyrsti leikurinn er á móti Frakklandi 16. júní en sex dögum síðar spilar Senegal við Noreg. Lokaleikurinn er síðan á móti þjóðinni sem kemur í gegnum umspil FIFA sem er annaðhvort Írak, Bólóvía eða Súrinam.
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira