Fótbolti

Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason fagnar hér sögulegu marki sínu í kvöld.
Viktor Bjarki Daðason fagnar hér sögulegu marki sínu í kvöld. EPA/Alejandro Garcia

Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að koma nafni sínu í sögubækur Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Viktor Bjarki kom FC Kaupmannahöfn yfir á móti Barcelona á nýja Nývangi í kvöld og sló með því meira en 66 ára gamalt met. Markið hans má sjá hér fyrir neðan.

Viktor er aðeins sautján ára og 212 daga gamall í dag og hann er nú orðinn sá yngsti í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi.

Viktor bætti met Paolo Ferrario sem var 17 ára og 269 daga gamall þegar hann skoraði á leikvanginum 25. nóvember 1959.

Ferrario, þá leikmaður AC Milan, skoraði mark síns liðs í 5-1 tapi á móti Barcelona en hann minnkaði þá muninn í 3-1.

Viktor kom FCK í 1-0 í upphafi leiks en Barcelona snéri við leiknum í seinni hálfleik og tyggði sér öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×