Handbolti

Stolt móðir Gísla Þor­geirs: Fylgdist með syninum og felldi tár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigrinum með liðsfélögum sínum og til hægri fylgist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, móðir Gísla með syni sínum.
Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigrinum með liðsfélögum sínum og til hægri fylgist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, móðir Gísla með syni sínum. Vísir/Vilhelm/@sigmarg

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur verið magnaður með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og á öðrum fremur mestan þátt í því hversu íslenski sóknarleikurinn hefur gengið svona vel.

Gísli var með tvö mörk og átta stoðsendingar í sigrinum á Slóvenum í dag sem tryggði íslenska landsliðinu sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu.

Ísland er að fara að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta sinn í sextán og Gísli hlýtur að gera stórt tilkall til að komast í úrvalslið mótsins með frábærri frammistöðu sinni.

Fyrir þá fáu sem ekki vita þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, móðir Gísla.

Hún hefur oft fylgt honum út á mót en hún var heima á Íslandi þegar liðið tók þetta risastóra skref enda nóg að gera í utanríkisráðuneytinu þessar vikurnar.

Sigmar Guðmundsson, flokksfélagi Þorgerðar í Viðreisn, birti myndband af Þorgerði á samfélagsmiðlum þar sem hún fylgdist með viðtali við Gísla eftir leikinn frábæra í dag.

„Stolt móðir, frábær sonur og frábært lið. Áfram Ísland,“ skrifaði Sigmar sem er formaður þingflokks Viðreisnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Þorgerði þar sem hún fylgdist með syninum og felldi tár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×