Körfubolti

Á­fall Njarð­víkur fyrir grannaslag kvöldsins

Sindri Sverrisson skrifar
Paulina Hersler verður ekki með Njarðvík næstu vikurnar.
Paulina Hersler verður ekki með Njarðvík næstu vikurnar. Vísir/Hulda Margrét

Bikarmeistarar Njarðvíkur hafa orðið fyrir miklu áfalli í toppbaráttunni í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Miðherjinn Pauline Hersler verður frá keppni næstu vikurnar.

Hersler er algjör lykilmaður hjá Njarðvík en þarf nú að taka sér hlé eftir að hafa handarbrotnað á æfingu.

Ljóst er að hún mun ekki spila aftur með Njarðvík fyrr en í fyrsta lagi eftir að deildinni verður skipt upp í tvo hluta, eftir 17. febrúar.

Hersler missir af grannaslagnum mikla við Keflavík í kvöld og einnig af leikjum við Hamar/Þór 27. janúar, við Ármann 11. febrúar og við Hauka 17. febrúar en það mun svo skýrast hvenær nákvæmlega hún snýr aftur til keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×