Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2026 10:33 Hundruð starfsmanna í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa lýst lamandi svima, nístandi höfuðverk, suði í eyrum og minnistruflunum og hefur það verið nefnt Havana-heilkennið. EPA Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölda opinberra skýrslna hefur ekki enn tekist að ráða gátuna um hið svokallaða Havana-heilkenni. Hundruð starfsmanna í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa lýst lamandi svima, nístandi höfuðverk, suði í eyrum og minnistruflunum. Málið er enn óleyst ráðgáta sem heldur áfram að næra sögur um dularfull vopn og leynilegar tilraunir stórvelda. Í seinni þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið af tveimur um málið er fjallað um helstu kenningar sem settar hafa verið fram til að skýra Havana-heilkennið: hljóðvopn, örbylgjuárásir og einhvers konar geðræna hópsýkingu. Í þættinum er farið yfir hvað nýjar læknisfræðilegar rannsóknir og sameiginlegt mat bandarísku leyniþjónustunnar segja. Því er velt upp hvort mögulega nái engin ein skýring virðist ná utan um öll tilvikin. Á sama tíma birtast áfram nýjar frásagnir sem minna á Havana-umræðuna. Nýlegur orðrómur um að bandarískar sérsveitir hafi beitt „sonic weapon“ við handtöku Nicolás Maduro í Venesúela í byrjun janúar hefur farið hratt um netheima. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi eftir að Karoline Leavitt, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, deildi frásögn um það efni á samfélagsmiðlum. Í frétt Vísis í síðustu viku kom einnig fram að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði keypt tilraunatæki sem framleiðir sérstakar bylgjur og gæti hugsanlega varpað einhverju ljósi á sum tilvik Havana-heilkennisins. Enn er þó langt í að slíkt tæki útskýri heildarmyndina og ágreiningur ríkir bæði um virkni þess og túlkun gagna. Sérfræðingar í öryggis- og valdastjórnmálum hafa ítrekað bent á að bæði lýðræðisríki og einræðisríki geti haft hag af því að ýta undir hugmyndir um að þau ráði yfir dularfullum og tæknilega yfirburðamiklum vopnum sem keppinautar þeirra hafi ekki. Slíkur orðrómur getur haft fælingarmátt út á við, jafnvel þótt hann byggist að mestu á ímynd og goðsögn fremur en staðfestum gögnum. Síðari þáttur Skuggavaldsins um Havana-heilkennið er nú aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Kúba Tengdar fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu. 13. janúar 2026 21:16 Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. 5. janúar 2026 13:48 Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira
Í seinni þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið af tveimur um málið er fjallað um helstu kenningar sem settar hafa verið fram til að skýra Havana-heilkennið: hljóðvopn, örbylgjuárásir og einhvers konar geðræna hópsýkingu. Í þættinum er farið yfir hvað nýjar læknisfræðilegar rannsóknir og sameiginlegt mat bandarísku leyniþjónustunnar segja. Því er velt upp hvort mögulega nái engin ein skýring virðist ná utan um öll tilvikin. Á sama tíma birtast áfram nýjar frásagnir sem minna á Havana-umræðuna. Nýlegur orðrómur um að bandarískar sérsveitir hafi beitt „sonic weapon“ við handtöku Nicolás Maduro í Venesúela í byrjun janúar hefur farið hratt um netheima. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi eftir að Karoline Leavitt, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, deildi frásögn um það efni á samfélagsmiðlum. Í frétt Vísis í síðustu viku kom einnig fram að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði keypt tilraunatæki sem framleiðir sérstakar bylgjur og gæti hugsanlega varpað einhverju ljósi á sum tilvik Havana-heilkennisins. Enn er þó langt í að slíkt tæki útskýri heildarmyndina og ágreiningur ríkir bæði um virkni þess og túlkun gagna. Sérfræðingar í öryggis- og valdastjórnmálum hafa ítrekað bent á að bæði lýðræðisríki og einræðisríki geti haft hag af því að ýta undir hugmyndir um að þau ráði yfir dularfullum og tæknilega yfirburðamiklum vopnum sem keppinautar þeirra hafi ekki. Slíkur orðrómur getur haft fælingarmátt út á við, jafnvel þótt hann byggist að mestu á ímynd og goðsögn fremur en staðfestum gögnum. Síðari þáttur Skuggavaldsins um Havana-heilkennið er nú aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Kúba Tengdar fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu. 13. janúar 2026 21:16 Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. 5. janúar 2026 13:48 Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira
Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur í rúmt ár gert tilraunir á tæki sem gæti hafa verið notað til að framkalla Havana-heilkennið svokallaða. Bandarískir njósnarar eru sagðir hafa keypt tækið í leynilegri aðgerð fyrir milljónir dala í lok ríkisstjórnar Joes Biden en menn munu ekki vera sammála um hvort það virki eða tengist heilkenninu. 13. janúar 2026 21:16
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. 5. janúar 2026 13:48