Körfubolti

Justin James aftur á Álftanesið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Justin James mun klæðast búningi Álftaness á nýjan leik.
Justin James mun klæðast búningi Álftaness á nýjan leik. vísir/hulda margrét

Körfuboltamaðurinn Justin James er genginn í raðir Álftaness á nýjan leik. Hann lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils.

James kemur í stað annars fyrrverandi leikmanns Sacramento Kings, Ade Murkey, hjá Álftanesi.

Eftir tap Álftaness fyrir Grindavík í Bónus deild karla á föstudaginn, 83-78, var Hjalti Þór Vilhjálmsson spurður út í James og hvort hann væri á leið aftur til liðsins.

Hjalti svaraði því neitandi en sagði að James myndi fara til Tindastóls. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Dagur Þór Baldvinsson, sagði ekkert til í því.

Nú hefur Álftanes hins vegar staðfest endurkomu James. Hann lék sautján leiki með Álftanesi í deildar- og úrslitakeppni á síðasta tímabili. Í þeim var hann með 23,5 stig, 6,3 fráköst og 4,6 stoðsendingar að meðaltali. Síðast lék James með Kaohsiung Aquas í Taívan.

Murkey skoraði 23,3 stig að meðaltali í leik með Álftanesi og er fjórði stigahæsti leikmaður Bónus deildarinnar. Hann skilaði einnig 7,7 fráköst og 2,9 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Álftanes er í 8. sæti Bónus deildarinnar með tólf stig. Næsti leikur liðsins er gegn botnliði ÍA á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×