Sport

Dag­skráin í dag: Pall­borðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ísland spilar fyrsta leikinn á EM gegn Ítalíu klukkan fimm.
Ísland spilar fyrsta leikinn á EM gegn Ítalíu klukkan fimm.

Fjöruga dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan föstudaginn. 

Pallborðsumræður verða haldnar með vel völdum sérfræðingum til að hita upp fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. 

Fjórtándu umferð Bónus deildarinnar lýkur með tveimur hörkuleikjum og veglegu Körfuboltakvöldi. 

Þá má einnig finna þýskan og enskan fótbolta, mið-austurlenskt golf og bandarísku íshokkímeistarana á dagskránni hér fyrir neðan. 

Stöð 2 Vísir

14:00 - Pallborðið hitar upp fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. 

Sýn Sport Ísland

19:15 - Grindavík og Álftanes mætast í 14. umferð Bónus deildar karla.

21:15 - Bónus Körfuboltakvöld tekur við og gerir upp umferðina.

Sýn Sport Ísland 2

18:50 - Njarðvík og ÍA mætast í 14. umferð Bónus deildar karla.

Sýn Sport 4

07:30 - Annar keppnisdagur Dubai Invitational golfmótsins.

Sýn Sport Viaplay

17:25 - Fortuna Düsseldorf og Bielefeld mætast í þýsku B-deildinni.

19:55 - West Bromwich Albion og Middlesborough mætast í ensku Championship deildinni.

00:05 - Carolina Hurricanes og Florida Panthers mætast í NHL íshokkídeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×