„Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2026 08:32 Svana Bjarnason ætlaði að keppa fyrir Ísland á Sumarólympíuleikunum í París 2024 en tókst ekki að tryggja sér farseðilinn á leikana. @svanabjarnason Íslensk-franska klifurkonan Svana Bjarnason var nálægt því að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París 2024 en síðustu sex mánuðir hafa verið henni afar erfiðir. Svana var í síðasta Ólympíuhópi Íþróttasambands Íslands en tókst ekki að upplifa drauminn í París. Það sem við tók hefur aftur á móti reynt mikið á hana. Svana sagði frá reynslu sinni í pistli á samfélagsmiðlum en þar kemur fram að undanfarna sex mánuði hafi hún aðeins verið verkjalaus í þrjátíu af 180 dögum. Sársauki stór hluti af lífi mínu núna „Ég veit að sumir eru orðnir þreyttir á að ég tali um endómetríósu – kirtilslímflakk, en í dag eru fjórir mánuðir liðnir frá aðgerðinni minni og mig langar að tala um andlega heilsu. Líkamlegur sársauki er orðinn stór hluti af lífi mínu núna, en mér finnst við ekki tala nógu mikið um andlegu hliðina sem er – að mínu mati – að minnsta kosti jafn mikilvæg,“ skrifaði Svana á bæði ensku og frönsku. Hún hefur fengið sinn skerf af meiðslum á sínum ferli. Hún missti ánægjuna af keppni á sínum tíma og ákvað að hætta. Seinna enduruppgötvaði hún löngun sína til að klifra. Hún greip þá tækifærið til að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi með það að markmiði að komast á Ólympíuleikana. Það tókst þó ekki en síðustu mánuði hefur hún verið í allt annars konar baráttu. Finnst ég hafa gert allt sem ég gat „Mér finnst ég hafa gert allt sem ég gat. Ég fór í aðgerð, ég prófaði mörg lyf, ég fékk lykkjuna, ég er á bólgueyðandi mataræði, ég hef dregið verulega úr neyslu á glúteni, mjólkurvörum og sykri, ég drekk ekki áfengi, ég hreyfi mig reglulega, ég hef farið í sjúkraþjálfun fyrir grindarbotn og til hnykkjara, ég hef hitt verkjameðferðarlækni, ég er á daglegri þunglyndislyfjameðferð við taugaverkjum, ég nota raförvun í gegnum húð og ég nota mörg mismunandi verkjalyf,“ skrifaði Svana. View this post on Instagram A post shared by Svana Bjarnason (@svanabjarnason) Niðurstaðan er að ekkert breytist. „Samt sem áður fæ ég enn löng verkjaköst og get ekki stjórnað þeim. Og í hvert skipti sem verkirnir koma aftur eyðileggja þeir mig, núna jafnvel meira andlega en líkamlega,“ skrifaði Svana. Þeir gera mann brjálaðan „Fyrsta vikan með stöðugum verkjum er bærileg, önnur vikan byrjar að verða ansi erfið og í þriðju viku og þar á eftir lokast ég alveg. Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér. Ég er hægt og rólega að hverfa og í hvert skipti er erfiðara að ná sér aftur á strik,“ skrifaði Svana. „Langvinnir verkir hafa líka þau áhrif að þeir gera mann brjálaðan því þegar maður á verkjalausan dag verður maður afar tortrygginn og á nálum, næstum því að búast við að verkirnir komi aftur. Það tekur því smá tíma að venjast verkjalausu lífi og það er yfirleitt þá sem verkirnir byrja aftur. Aftur á byrjunarreit,“ skrifaði Svana. Mikilvægt að fara í meðferð „En – og nú er ég alveg hreinskilin, það er frekar erfitt að segja þetta upphátt – á vissan hátt finnur maður næstum fyrir fullvissu, létti, þegar þeir koma aftur. Vegna þess að það er það eina sem maður heldur að maður þekki. Maður nýtur þess ekki að vera með verki, augljóslega, en maður er á sínu óþægilega þægindasvæði,“ skrifaði Svana. „Þegar þið lesið þetta allt saman skiljið þið líklega hversu mikilvægt það er að fara í meðferð þegar maður er með alvarlegt form af endómetríósu eða, ég geri ráð fyrir, hvers kyns langvinnan sjúkdóm. Það er enginn fullkominn líkamlegur bati og það er ansi löng vegferð að andlegum bata,“ skrifaði Svana. Sátt og samkennd og samúð með sjálfum sér „Lykilráðið mitt – og ég þarf sjálf að vinna meira í þessu – er sátt og samkennd og samúð með sjálfum sér. Þetta er ekki okkur að kenna og við getum ekki stjórnað því, svo hvers vegna ekki að reyna að aðlaga líf okkar betur að sjúkdómnum? Auðveldara sagt en gert, en markmið mitt núna er að lifa lífi með verkjum en án þess að þjást of mikið af þeim. Og ef ég lít út fyrir að vera ólétt nokkrum sinnum í mánuði, þá er það bara þannig,“ skrifaði Svana eins og sjá má hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2024 í París Klifur Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira
Svana var í síðasta Ólympíuhópi Íþróttasambands Íslands en tókst ekki að upplifa drauminn í París. Það sem við tók hefur aftur á móti reynt mikið á hana. Svana sagði frá reynslu sinni í pistli á samfélagsmiðlum en þar kemur fram að undanfarna sex mánuði hafi hún aðeins verið verkjalaus í þrjátíu af 180 dögum. Sársauki stór hluti af lífi mínu núna „Ég veit að sumir eru orðnir þreyttir á að ég tali um endómetríósu – kirtilslímflakk, en í dag eru fjórir mánuðir liðnir frá aðgerðinni minni og mig langar að tala um andlega heilsu. Líkamlegur sársauki er orðinn stór hluti af lífi mínu núna, en mér finnst við ekki tala nógu mikið um andlegu hliðina sem er – að mínu mati – að minnsta kosti jafn mikilvæg,“ skrifaði Svana á bæði ensku og frönsku. Hún hefur fengið sinn skerf af meiðslum á sínum ferli. Hún missti ánægjuna af keppni á sínum tíma og ákvað að hætta. Seinna enduruppgötvaði hún löngun sína til að klifra. Hún greip þá tækifærið til að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi með það að markmiði að komast á Ólympíuleikana. Það tókst þó ekki en síðustu mánuði hefur hún verið í allt annars konar baráttu. Finnst ég hafa gert allt sem ég gat „Mér finnst ég hafa gert allt sem ég gat. Ég fór í aðgerð, ég prófaði mörg lyf, ég fékk lykkjuna, ég er á bólgueyðandi mataræði, ég hef dregið verulega úr neyslu á glúteni, mjólkurvörum og sykri, ég drekk ekki áfengi, ég hreyfi mig reglulega, ég hef farið í sjúkraþjálfun fyrir grindarbotn og til hnykkjara, ég hef hitt verkjameðferðarlækni, ég er á daglegri þunglyndislyfjameðferð við taugaverkjum, ég nota raförvun í gegnum húð og ég nota mörg mismunandi verkjalyf,“ skrifaði Svana. View this post on Instagram A post shared by Svana Bjarnason (@svanabjarnason) Niðurstaðan er að ekkert breytist. „Samt sem áður fæ ég enn löng verkjaköst og get ekki stjórnað þeim. Og í hvert skipti sem verkirnir koma aftur eyðileggja þeir mig, núna jafnvel meira andlega en líkamlega,“ skrifaði Svana. Þeir gera mann brjálaðan „Fyrsta vikan með stöðugum verkjum er bærileg, önnur vikan byrjar að verða ansi erfið og í þriðju viku og þar á eftir lokast ég alveg. Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér. Ég er hægt og rólega að hverfa og í hvert skipti er erfiðara að ná sér aftur á strik,“ skrifaði Svana. „Langvinnir verkir hafa líka þau áhrif að þeir gera mann brjálaðan því þegar maður á verkjalausan dag verður maður afar tortrygginn og á nálum, næstum því að búast við að verkirnir komi aftur. Það tekur því smá tíma að venjast verkjalausu lífi og það er yfirleitt þá sem verkirnir byrja aftur. Aftur á byrjunarreit,“ skrifaði Svana. Mikilvægt að fara í meðferð „En – og nú er ég alveg hreinskilin, það er frekar erfitt að segja þetta upphátt – á vissan hátt finnur maður næstum fyrir fullvissu, létti, þegar þeir koma aftur. Vegna þess að það er það eina sem maður heldur að maður þekki. Maður nýtur þess ekki að vera með verki, augljóslega, en maður er á sínu óþægilega þægindasvæði,“ skrifaði Svana. „Þegar þið lesið þetta allt saman skiljið þið líklega hversu mikilvægt það er að fara í meðferð þegar maður er með alvarlegt form af endómetríósu eða, ég geri ráð fyrir, hvers kyns langvinnan sjúkdóm. Það er enginn fullkominn líkamlegur bati og það er ansi löng vegferð að andlegum bata,“ skrifaði Svana. Sátt og samkennd og samúð með sjálfum sér „Lykilráðið mitt – og ég þarf sjálf að vinna meira í þessu – er sátt og samkennd og samúð með sjálfum sér. Þetta er ekki okkur að kenna og við getum ekki stjórnað því, svo hvers vegna ekki að reyna að aðlaga líf okkar betur að sjúkdómnum? Auðveldara sagt en gert, en markmið mitt núna er að lifa lífi með verkjum en án þess að þjást of mikið af þeim. Og ef ég lít út fyrir að vera ólétt nokkrum sinnum í mánuði, þá er það bara þannig,“ skrifaði Svana eins og sjá má hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2024 í París Klifur Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira