„Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2026 09:31 Hilmar Smári Henningsson átti sinn þátt í því að Stjarnan landaði þeim stóra í fyrsta sinn í vor. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Stjörnunnar fengu svakalegan liðsstyrk á dögunum þegar liðið endurheimti Hilmar Smára Henningsson úr atvinnumennsku. það kallaði á umræðu í Körfuboltakvöldi. Stjarnan hefur verið á miklu skriði og sló Grindavík út úr bikarkeppninni í fyrsta leik Hilmars. Með hans viðbót ættu liðinu að vera allar leiðir færar. Bónus Körfuboltakvöld ræddi endurkomu Hilmars í Bónus-deildina og hvað þetta þýðir fyrir Stjörnuna og önnur lið sem þurfa að reyna að stöðva þetta gríðarlega sterka Garðabæjarlið. „Því miður“ Stefán Árni Pálsson umsjónarmaður Körfuboltakvölds spurði sérfræðinga sína hvort þeir hefðu áhyggjur af öðrum liðum í deildinni eftir þessi stóru tíðindi. „Því miður,“ var það fyrsta sem kom upp úr Keflvíkingnum Magnúsi Þór Gunnarssyni. Klippa: Umræða um heimkomu Hilmars „Þetta lítur náttúrulega frábærlega út og núna er þetta undir þjálfurunum komið. Hilmar er ekki að ganga beint inn í sama lið og var í fyrra,“ sagði Ómar Sævarsson. „Það eru þrír leikmenn þarna sem voru í fyrra en svo eru þeir með Giannis [Agravanis], Luka [Gasic] og Pablo Bertone. Ég veit ekkert hvort þeir séu að hoppa hæð sína í loft upp. Þeir þekkja þennan mann ekki neitt og vita bara að það sé farið að stela mínútum frá sér,“ sagði Ómar. „Mér fannst mjög athyglisvert að Baldur sagði í viðtali við okkur á Vísi að hann hefði byggt þetta lið í kringum Hilmar Smára,“ sagði Stefán Árni en Hilmar fór út í atvinnumennsku stuttu fyrir tímabilið. Giannis og Hilmar? „Ég hef engar áhyggjur af Hilmari að spila með Luka. Ég held að það muni hjálpa honum og hann er búinn að vera frábær hjá þeim. Ég veit reyndar ekki enn þá hvar Pablo Bertone fittar inn í þetta lið en Giannis og Hilmar. Mig langar að sjá það,“ sagði Ómar. „Hilmar Smári er mættur í deildina til okkar og það er geggjað fyrir okkur og sérstaklega fyrir ykkur, kæru áhorfendur, sem eruð að fara að fylgjast með okkur á næstu vikum og úrslitakeppnin byrjar 1. apríl,“ sagði Stefán og sýndi síðan viðtal við Hilmar. „Eru þeir orðnir líklegastir til að verða meistarar, bara á einum sólarhring,“ spurði Stefán. „Stjarnan og Valur mundi ég segja. Bara hundrað prósent,“ sagði Magnús. „Stjarnan er best mannaða liðið í deildinni,“ sagði Ómar en sagði stóra málið vera hvernig Baldur Ragnarsson þjálfari ætlar að láta alla þessa frábæru leikmenn passa saman. Lúxusvandamál fyrir þjálfara „Þetta er bara lúxusvandamál fyrir þjálfara þegar þú ert með svona mikil gæði í liðinu. Þetta er klárlega best mannaða liðið og pressan er komin á þá núna eftir þetta,“ sagði Ómar. Magnús gagnrýndi hins vegar ákvörðun Hilmars um að gefast upp á atvinnumennskunni eftir nokkra mánuði og koma heim. „Mér finnst að hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti. Reyna að koma þessu bara eitthvað lengra eða fara í eitthvað annað lið eftir tímabilið. Alltaf leiðinlegt þegar menn eru að koma heim út af því að hann er það góður. Hann getur alveg spilað úti og á að spila úti, finnst mér,“ sagði Magnús. Betra að vera bara á Íslandi og spila „Hann er atvinnumaður í körfubolta og menn fá bara vel greitt, bara ekkert af því. Menn fá bara vel greitt fyrir að spila körfubolta á Íslandi. Er umhverfið bara þannig að það sé jafnvel betra að vera bara á Íslandi og spila, upp á tekjurnar,“ spurði Stefán. „Þegar þú ert í þessum verðflokki þá er mögulega betra að vera á Íslandi. Málið er að ef þú ert á Íslandi hopparðu ekki í hærri tekjur,“ sagði Ómar. Þá setur hann pásu á það „Þú þarft harkið, þú þarft tvö, þrjú tímabil einhvers staðar úti þar sem þú færð mögulega lægri tekjur en á Íslandi til þess að geta tekið stökkið yfir í hærri tekjur heldur en er í gangi hér,“ sagði Ómar. „Ég held að hann gæti farið í hærri tekjur og ég held að hann gæti tekið stökkið upp á við, en í hvert einasta skipti sem hann kemur til Íslands, eins og núna, þá setur hann pásu á það,“ sagði Ómar. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Stjarnan hefur verið á miklu skriði og sló Grindavík út úr bikarkeppninni í fyrsta leik Hilmars. Með hans viðbót ættu liðinu að vera allar leiðir færar. Bónus Körfuboltakvöld ræddi endurkomu Hilmars í Bónus-deildina og hvað þetta þýðir fyrir Stjörnuna og önnur lið sem þurfa að reyna að stöðva þetta gríðarlega sterka Garðabæjarlið. „Því miður“ Stefán Árni Pálsson umsjónarmaður Körfuboltakvölds spurði sérfræðinga sína hvort þeir hefðu áhyggjur af öðrum liðum í deildinni eftir þessi stóru tíðindi. „Því miður,“ var það fyrsta sem kom upp úr Keflvíkingnum Magnúsi Þór Gunnarssyni. Klippa: Umræða um heimkomu Hilmars „Þetta lítur náttúrulega frábærlega út og núna er þetta undir þjálfurunum komið. Hilmar er ekki að ganga beint inn í sama lið og var í fyrra,“ sagði Ómar Sævarsson. „Það eru þrír leikmenn þarna sem voru í fyrra en svo eru þeir með Giannis [Agravanis], Luka [Gasic] og Pablo Bertone. Ég veit ekkert hvort þeir séu að hoppa hæð sína í loft upp. Þeir þekkja þennan mann ekki neitt og vita bara að það sé farið að stela mínútum frá sér,“ sagði Ómar. „Mér fannst mjög athyglisvert að Baldur sagði í viðtali við okkur á Vísi að hann hefði byggt þetta lið í kringum Hilmar Smára,“ sagði Stefán Árni en Hilmar fór út í atvinnumennsku stuttu fyrir tímabilið. Giannis og Hilmar? „Ég hef engar áhyggjur af Hilmari að spila með Luka. Ég held að það muni hjálpa honum og hann er búinn að vera frábær hjá þeim. Ég veit reyndar ekki enn þá hvar Pablo Bertone fittar inn í þetta lið en Giannis og Hilmar. Mig langar að sjá það,“ sagði Ómar. „Hilmar Smári er mættur í deildina til okkar og það er geggjað fyrir okkur og sérstaklega fyrir ykkur, kæru áhorfendur, sem eruð að fara að fylgjast með okkur á næstu vikum og úrslitakeppnin byrjar 1. apríl,“ sagði Stefán og sýndi síðan viðtal við Hilmar. „Eru þeir orðnir líklegastir til að verða meistarar, bara á einum sólarhring,“ spurði Stefán. „Stjarnan og Valur mundi ég segja. Bara hundrað prósent,“ sagði Magnús. „Stjarnan er best mannaða liðið í deildinni,“ sagði Ómar en sagði stóra málið vera hvernig Baldur Ragnarsson þjálfari ætlar að láta alla þessa frábæru leikmenn passa saman. Lúxusvandamál fyrir þjálfara „Þetta er bara lúxusvandamál fyrir þjálfara þegar þú ert með svona mikil gæði í liðinu. Þetta er klárlega best mannaða liðið og pressan er komin á þá núna eftir þetta,“ sagði Ómar. Magnús gagnrýndi hins vegar ákvörðun Hilmars um að gefast upp á atvinnumennskunni eftir nokkra mánuði og koma heim. „Mér finnst að hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti. Reyna að koma þessu bara eitthvað lengra eða fara í eitthvað annað lið eftir tímabilið. Alltaf leiðinlegt þegar menn eru að koma heim út af því að hann er það góður. Hann getur alveg spilað úti og á að spila úti, finnst mér,“ sagði Magnús. Betra að vera bara á Íslandi og spila „Hann er atvinnumaður í körfubolta og menn fá bara vel greitt, bara ekkert af því. Menn fá bara vel greitt fyrir að spila körfubolta á Íslandi. Er umhverfið bara þannig að það sé jafnvel betra að vera bara á Íslandi og spila, upp á tekjurnar,“ spurði Stefán. „Þegar þú ert í þessum verðflokki þá er mögulega betra að vera á Íslandi. Málið er að ef þú ert á Íslandi hopparðu ekki í hærri tekjur,“ sagði Ómar. Þá setur hann pásu á það „Þú þarft harkið, þú þarft tvö, þrjú tímabil einhvers staðar úti þar sem þú færð mögulega lægri tekjur en á Íslandi til þess að geta tekið stökkið yfir í hærri tekjur heldur en er í gangi hér,“ sagði Ómar. „Ég held að hann gæti farið í hærri tekjur og ég held að hann gæti tekið stökkið upp á við, en í hvert einasta skipti sem hann kemur til Íslands, eins og núna, þá setur hann pásu á það,“ sagði Ómar. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum