Sport

Dag­skráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Eng­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Danielle Rodriguez, leikmaður Njarðvíkur 
Danielle Rodriguez, leikmaður Njarðvíkur  Vísir/Anton Brink

Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld. Bónus deild kvenna í körfubolta á sviðið og þá er stórleikur á dagskrá enska deildarbikarsins í fótbolta. 

Herlegheit kvöldsins byrja hins vegar á því að sýnt verður beint frá leik Wolfsburg og St. Pauli í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport Viaplay. Leikur liðanna hefst klukkan hálf sex. 

En klukkan korter yfir sjö á Sýn Sport Íslands hefst bein útsending frá grannaslag Grindavíkur og Njarðvíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta sem er jafnframt toppslagur deildarinnar. 

Á sama tíma tekur Hamar/Þór á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka í beinni útsendingu á Sýn Sport 2 og að þessum tveimur leikjum loknum tekur Körfuboltakvöld kvenna við á Sýn Sport Ísland þar sem leikir umferðarinnar verðar gerðir upp.

Þá er stórleikur á dagskrá enska deildarbikarsins í fótbolta þar sem að Chelsea tekur á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra. Sá leikur hefst klukkan átta og er sýndur á Sýn Sport Viaplay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×