Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. janúar 2026 07:00 Þau eru fjölbreytt og skemmtileg trendin fyrir árið. SAMSETT Þær eru margvíslegar og síbreytilegar tískubylgjurnar sem koma í kjölfar nýrra árstíða og tímabila og sumir fussa hreinlega og sveia yfir einhverju sem gæti talist trend. Þó endurspegla trendin gjarnan tíðarandann og í sumum tilfellum því að tilheyra eða upplifa sameiningarkraft. Samkvæmt tískurisanum Vogue eru eftirfarandi trend að fara að tröllríða tískusenunni 2026. Doppur Gömlu góðu doppurnar fóru að sækja í sig veðrið árið 2025 og virðist trendið einfaldlega rétt að byrja. Doppótt frá toppi til táar, hví ekki? Doppur eru komnar til að vera. Taflmynstrað eða köflótt Munstur gefa lífinu dýpt og lífga upp á annars hversdagslegar flíkur. Um að gera að blanda ólíkum mynstrum saman líka því reglur eru til þess að brjóta þær. Töff mynstur.Daniel Zuchnik/Getty Images Mörg lög af flottum flíkum Lagskipta lúkkið eða layering eins og það heitir á ensku er trend sem hentar einstaklega vel í íslensku veðurfari. Það jafnast fátt á við góð og mjúk efni sem halda á okkur hita. Silki, kasmír og ull, loð, leður, dúnn og hvað eina allt í eina sæng. Lög af fötum. Moritz Scholz/Getty Images Nælur Ef þið hafið tök á að kíkja í fataskápinn hjá ömmu þá er um að gera að grípa gæsina og fá að láni steinaðar og stórar nælur sem vekja athygli. Trendið vakti athygli á tískuvikunni í París á dögunum hjá tískuhúsinu Lacoste og hið svokallaða ömmu-core virðist ætla að taka pláss í ár. Ömmu-stællinn er líka bara alltaf svo skemmtilegur. View this post on Instagram A post shared by Doja Cat (@dojacat) Þykkbotna háhæla-strigaskór, já sæll Kæru lesendur þetta trend kemur blaðamanni í opna skjöldu en fyrir um þrettán árum síðan spókaði blaðamaður sig um í þykkbotna hælastrigaskóm í New York og Los Angeles og leið eins og alvöru tískuskvísu. Nokkrum árum síðar var þó trendið yfirlýst hræðilega púkó og fullyrt að það kæmi aldrei aftur í tísku. Nema hvað, 2026 er ár endurkomu háhæla strigaskónna. Svona kemur tískan okkur á óvart. Smá sjokk að þetta trend sé komið aftur.Edward Berthelot/Getty Images Súkkulaðibrúnn Tískulitur ársins, svo elegant og smart. Súkkulaðibrúnar leðurbuxur, kósílegar súkkulaðibrúnar kasmírpeysur, súkkulaðibrúnn partýkjóll, súkkulaðibrún stígvél. Þetta eru flíkur sem maður sér ekki eftir í fataskápinn. View this post on Instagram A post shared by Zendaya (@zendaya) Lágar mjaðmabuxur Lágar buxur sem hanga á mjöðmunum og sýna mikið bert á milli. View this post on Instagram A post shared by Gabbriette (@gabbriette) Trend sem Britney Spears og Paris Hilton rokkuðu um aldamótin og er stöðugt að koma aftur, sumum til mikillar ánægju, öðrum til mikils hryllings. Unnur Borg tískuskvísa elskar lágar buxur og þrönga boli.Aðsend Íþrótta-joggingbuxur Útvíðar lausar Adidas buxur í fjölbreyttum litum við gelluskó og þrönga efriparta. Svo heitt akkúrat núna. View this post on Instagram A post shared by adidas (@adidas) Silkislæður Alheimstrend sem Halla Tómasdóttir er löngu dottin á vagninn með. Meira af silkiklútum 2026 og svo má klæðast þeim eins og hverjum og einum sýnist. Silkiklútur sem pils eða bolur, belti eða hárband. Allt er leyfilegt. Skemmtilega stíliseruð silkislæða. TheStewartofNY Krúttlegheit Já, þið heyrðuð rétt. Dúlludúskatískan sem sækir mikinn innblástur til Suður-Kóreu og Tokyo heldur áfram að skína. Labubu er ekki að fara neitt og fleiri ofurdúllu tískufyrirbæri á borð við Monchhichi sækja í sig veðrið. Dúlló er inn. Monchhichi er svo dúlló. Y3K Enginn tvöþúsund-stíll heldur þrjúþúsund. Framtíðarlegt, flippað og speisað. Svo má syngja línu Fergie úr hinu æðislega lagi Boom Boom Pow: „I'm so 3008. You're so 2000-and late.“ Tískumerki á borð við Ottolinger og Coperni sem fást í Yeoman eru algjörlega með þessa tískustefnu á lás. Y3K er ekkert eðlilega töff. Victor Boyko/Getty Images Ýktur maxímalískur stíll frá níunda áratugnum Axlapúðar? Já takk. Ögrandi, stórt skart? Já takk. Risa jakkar? Selt! Hliðartagl? Hví ekki! Bella Hadid í maxímalískum eitís stíl á tískupallinum hjá Saint Laurent í París nú á dögunum. Antoine Flament/Getty Images) Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Samkvæmt tískurisanum Vogue eru eftirfarandi trend að fara að tröllríða tískusenunni 2026. Doppur Gömlu góðu doppurnar fóru að sækja í sig veðrið árið 2025 og virðist trendið einfaldlega rétt að byrja. Doppótt frá toppi til táar, hví ekki? Doppur eru komnar til að vera. Taflmynstrað eða köflótt Munstur gefa lífinu dýpt og lífga upp á annars hversdagslegar flíkur. Um að gera að blanda ólíkum mynstrum saman líka því reglur eru til þess að brjóta þær. Töff mynstur.Daniel Zuchnik/Getty Images Mörg lög af flottum flíkum Lagskipta lúkkið eða layering eins og það heitir á ensku er trend sem hentar einstaklega vel í íslensku veðurfari. Það jafnast fátt á við góð og mjúk efni sem halda á okkur hita. Silki, kasmír og ull, loð, leður, dúnn og hvað eina allt í eina sæng. Lög af fötum. Moritz Scholz/Getty Images Nælur Ef þið hafið tök á að kíkja í fataskápinn hjá ömmu þá er um að gera að grípa gæsina og fá að láni steinaðar og stórar nælur sem vekja athygli. Trendið vakti athygli á tískuvikunni í París á dögunum hjá tískuhúsinu Lacoste og hið svokallaða ömmu-core virðist ætla að taka pláss í ár. Ömmu-stællinn er líka bara alltaf svo skemmtilegur. View this post on Instagram A post shared by Doja Cat (@dojacat) Þykkbotna háhæla-strigaskór, já sæll Kæru lesendur þetta trend kemur blaðamanni í opna skjöldu en fyrir um þrettán árum síðan spókaði blaðamaður sig um í þykkbotna hælastrigaskóm í New York og Los Angeles og leið eins og alvöru tískuskvísu. Nokkrum árum síðar var þó trendið yfirlýst hræðilega púkó og fullyrt að það kæmi aldrei aftur í tísku. Nema hvað, 2026 er ár endurkomu háhæla strigaskónna. Svona kemur tískan okkur á óvart. Smá sjokk að þetta trend sé komið aftur.Edward Berthelot/Getty Images Súkkulaðibrúnn Tískulitur ársins, svo elegant og smart. Súkkulaðibrúnar leðurbuxur, kósílegar súkkulaðibrúnar kasmírpeysur, súkkulaðibrúnn partýkjóll, súkkulaðibrún stígvél. Þetta eru flíkur sem maður sér ekki eftir í fataskápinn. View this post on Instagram A post shared by Zendaya (@zendaya) Lágar mjaðmabuxur Lágar buxur sem hanga á mjöðmunum og sýna mikið bert á milli. View this post on Instagram A post shared by Gabbriette (@gabbriette) Trend sem Britney Spears og Paris Hilton rokkuðu um aldamótin og er stöðugt að koma aftur, sumum til mikillar ánægju, öðrum til mikils hryllings. Unnur Borg tískuskvísa elskar lágar buxur og þrönga boli.Aðsend Íþrótta-joggingbuxur Útvíðar lausar Adidas buxur í fjölbreyttum litum við gelluskó og þrönga efriparta. Svo heitt akkúrat núna. View this post on Instagram A post shared by adidas (@adidas) Silkislæður Alheimstrend sem Halla Tómasdóttir er löngu dottin á vagninn með. Meira af silkiklútum 2026 og svo má klæðast þeim eins og hverjum og einum sýnist. Silkiklútur sem pils eða bolur, belti eða hárband. Allt er leyfilegt. Skemmtilega stíliseruð silkislæða. TheStewartofNY Krúttlegheit Já, þið heyrðuð rétt. Dúlludúskatískan sem sækir mikinn innblástur til Suður-Kóreu og Tokyo heldur áfram að skína. Labubu er ekki að fara neitt og fleiri ofurdúllu tískufyrirbæri á borð við Monchhichi sækja í sig veðrið. Dúlló er inn. Monchhichi er svo dúlló. Y3K Enginn tvöþúsund-stíll heldur þrjúþúsund. Framtíðarlegt, flippað og speisað. Svo má syngja línu Fergie úr hinu æðislega lagi Boom Boom Pow: „I'm so 3008. You're so 2000-and late.“ Tískumerki á borð við Ottolinger og Coperni sem fást í Yeoman eru algjörlega með þessa tískustefnu á lás. Y3K er ekkert eðlilega töff. Victor Boyko/Getty Images Ýktur maxímalískur stíll frá níunda áratugnum Axlapúðar? Já takk. Ögrandi, stórt skart? Já takk. Risa jakkar? Selt! Hliðartagl? Hví ekki! Bella Hadid í maxímalískum eitís stíl á tískupallinum hjá Saint Laurent í París nú á dögunum. Antoine Flament/Getty Images)
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira