NFL-meistararnir úr leik í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2026 07:16 Jauan Jennings og Upton Stout, leikmenn San Francisco 49ers, fagna sigrinum á Philadelphia Eagles í nótt. Getty/Elsa San Francisco 49ers kom tvisvar til baka í síðasta leikhlutanum og sló út ríkjandi meistara Philadelphia þegar spennandi úrslitakeppni NFL hélt áfram í nótt. Eagles voru í þriðja sætinu í Þjóðadeildinni (NFC) og höfðu því heimavallarrétt á „Wildcard Weekend“ en féllu úr leik í fyrstu umferð þegar liðið í sjötta sæti, 49ers, kom á óvart með 23-19 sigri. 49ers sýndi mikinn styrk með því að klára leikinn eftir að lykilmaður liðsins, innherjinn George Kittle, sleit líklega hásin í fyrri hálfleiknum. Liðið í sjötta sætinu í Ameríkudeildinni (AFC) vann einnig á útivelli þegar Buffalo Bills tryggði sér 27-24 sigur á Jacksonville, með endurkomu undir lok leiksins. Þetta hélt lífi í vonum Josh Allen um að komast í sinn fyrsta Super Bowl-leik, en verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar kom Bills aftur yfir með því að skora snertimark sjálfur þegar ein mínúta og fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. New England Patriots vann síðan Los Angeles Chargers 16-3 og vann þar með sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni síðan liðið vann sinn sjötta Super Bowl-titil árið 2019. Áður höfðu lið Los Angeles Rams og Chicago Bears komist áfram á laugardaginn. Lokaleikur helgarinnar er síðan í kvöld þegar Pittsburgh Steelers mætir Houston Texans. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið æsispennandi byrjun á úrslitakeppni þessa tímabils, en í fyrstu fjórum leikjunum var sigur-snertimark skorað á síðustu þremur mínútunum – og stigamunurinn var aldrei meiri en fjögur stig. Í leikjunum urðu einnig tólf skipti á forystunni í síðasta leikhluta – sem er met fyrir eina úrslitakeppni – og enn eru sjö leikir eftir fram að sextugasta Super Bowl-leiknum þann 8. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Eagles voru í þriðja sætinu í Þjóðadeildinni (NFC) og höfðu því heimavallarrétt á „Wildcard Weekend“ en féllu úr leik í fyrstu umferð þegar liðið í sjötta sæti, 49ers, kom á óvart með 23-19 sigri. 49ers sýndi mikinn styrk með því að klára leikinn eftir að lykilmaður liðsins, innherjinn George Kittle, sleit líklega hásin í fyrri hálfleiknum. Liðið í sjötta sætinu í Ameríkudeildinni (AFC) vann einnig á útivelli þegar Buffalo Bills tryggði sér 27-24 sigur á Jacksonville, með endurkomu undir lok leiksins. Þetta hélt lífi í vonum Josh Allen um að komast í sinn fyrsta Super Bowl-leik, en verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar kom Bills aftur yfir með því að skora snertimark sjálfur þegar ein mínúta og fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. New England Patriots vann síðan Los Angeles Chargers 16-3 og vann þar með sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni síðan liðið vann sinn sjötta Super Bowl-titil árið 2019. Áður höfðu lið Los Angeles Rams og Chicago Bears komist áfram á laugardaginn. Lokaleikur helgarinnar er síðan í kvöld þegar Pittsburgh Steelers mætir Houston Texans. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið æsispennandi byrjun á úrslitakeppni þessa tímabils, en í fyrstu fjórum leikjunum var sigur-snertimark skorað á síðustu þremur mínútunum – og stigamunurinn var aldrei meiri en fjögur stig. Í leikjunum urðu einnig tólf skipti á forystunni í síðasta leikhluta – sem er met fyrir eina úrslitakeppni – og enn eru sjö leikir eftir fram að sextugasta Super Bowl-leiknum þann 8. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira