Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2026 09:33 Conor Bradley situr meiddur á vellinum en Gabriel Martinelli er mjög ósáttur með hann. Getty/Marc Atkins Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, sagðist vera „innilega miður sín“ fyrir að hafa ýtt Conor Bradley út af vellinum í leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Martinelli sagðist enn fremur hafa beðið alvarlega meiddan varnarmann Liverpool afsökunar í einrúmi. Martinelli kastaði boltanum í Bradley og hrinti honum þar sem hann lá á grasinu undir lok 0-0 jafnteflisins á Emirates á fimmtudaginn. „Til skammar“ Martinelli fékk gult spjald fyrir atvikið sem vakti reiði leikmanna Liverpool. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, kallaði Martinelli „til skammar“ á Sky Sports. @gabriel.martinelli Til að bregðast við gagnrýninni birti Martinelli færslu á Instagram-reikningi sínum og skrifaði: „Við Conor höfum sent hvor öðrum skilaboð og ég hef þegar beðið hann afsökunar. Ég áttaði mig í raun ekki á því í hita leiksins að hann væri alvarlega meiddur,“ skrifaði Martinelli. Miður mín yfir viðbrögðum mínum „Ég vil segja að ég er innilega miður mín yfir viðbrögðum mínum. Sendi Conor aftur mínar bestu óskir um skjótan bata,“ skrifaði Martinelli. Áður en Martinelli birti færsluna á samfélagsmiðlum varði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, leikmann sinn. Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði Arteta: „Eins og ég þekki Gabi er hann ótrúlegur og yndislegur strákur og hann áttaði sig líklega ekki á því hvað gerðist. Ég vona að Conor sé heill heilsu, ég mun ræða við hann til að skilja þetta. Líklega áttaði (Martinelli) sig ekki á því hvað gerðist,“ sagði Arteta. „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley“ Bradley skaut í þverslána í fyrri hálfleik í spennuþrungnum leik en nú lítur út fyrir að hann verði frá keppni um nokkurt skeið. Look at what Reece James did to Gvardiol, and what Martinelli did to Bradley. That’s unsporting. Vile behaviour, pushing someone off the pitch when there’s a real risk/potential of a knee injury. Shame. pic.twitter.com/20FuarJUfg— Geronimo Morgans (@GeronimoMorgans) January 8, 2026 „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley. Ég veit það ekki enn en hann þurfti að fara af velli á sjúkrabörum. Við verðum að bíða eftir myndatökunni til að sjá hvort þetta sé svo slæmt,“ sagði Arne Slot, stjóri Liverpool. Um viðbrögð Martinelli sagði Slot: „Ég þekki ekki Gabriel Martinelli en hann virkar eins og góður strákur.“ „Vandinn í fótbolta almennt er að það er svo mikil tímasóun og leikmenn þykjast vera meiddir að það getur pirrað mann að halda að leikmaður sé að tefja,“ sagði Slot. Ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt „Það er ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt á 94. mínútu. Ég er hundrað prósent viss um að ef hann hefði vitað hversu alvarleg meiðslin gætu verið, hefði hann aldrei gert þetta,“ sagði Slot. Jafntefli Arsenal gegn Liverpool kemur þeim sex stigum á undan Manchester City. Ríkjandi meistarar eru 14 stigum á eftir skyttunum. Enski boltinn Arsenal FC Liverpool FC Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Martinelli sagðist enn fremur hafa beðið alvarlega meiddan varnarmann Liverpool afsökunar í einrúmi. Martinelli kastaði boltanum í Bradley og hrinti honum þar sem hann lá á grasinu undir lok 0-0 jafnteflisins á Emirates á fimmtudaginn. „Til skammar“ Martinelli fékk gult spjald fyrir atvikið sem vakti reiði leikmanna Liverpool. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, kallaði Martinelli „til skammar“ á Sky Sports. @gabriel.martinelli Til að bregðast við gagnrýninni birti Martinelli færslu á Instagram-reikningi sínum og skrifaði: „Við Conor höfum sent hvor öðrum skilaboð og ég hef þegar beðið hann afsökunar. Ég áttaði mig í raun ekki á því í hita leiksins að hann væri alvarlega meiddur,“ skrifaði Martinelli. Miður mín yfir viðbrögðum mínum „Ég vil segja að ég er innilega miður mín yfir viðbrögðum mínum. Sendi Conor aftur mínar bestu óskir um skjótan bata,“ skrifaði Martinelli. Áður en Martinelli birti færsluna á samfélagsmiðlum varði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, leikmann sinn. Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði Arteta: „Eins og ég þekki Gabi er hann ótrúlegur og yndislegur strákur og hann áttaði sig líklega ekki á því hvað gerðist. Ég vona að Conor sé heill heilsu, ég mun ræða við hann til að skilja þetta. Líklega áttaði (Martinelli) sig ekki á því hvað gerðist,“ sagði Arteta. „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley“ Bradley skaut í þverslána í fyrri hálfleik í spennuþrungnum leik en nú lítur út fyrir að hann verði frá keppni um nokkurt skeið. Look at what Reece James did to Gvardiol, and what Martinelli did to Bradley. That’s unsporting. Vile behaviour, pushing someone off the pitch when there’s a real risk/potential of a knee injury. Shame. pic.twitter.com/20FuarJUfg— Geronimo Morgans (@GeronimoMorgans) January 8, 2026 „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley. Ég veit það ekki enn en hann þurfti að fara af velli á sjúkrabörum. Við verðum að bíða eftir myndatökunni til að sjá hvort þetta sé svo slæmt,“ sagði Arne Slot, stjóri Liverpool. Um viðbrögð Martinelli sagði Slot: „Ég þekki ekki Gabriel Martinelli en hann virkar eins og góður strákur.“ „Vandinn í fótbolta almennt er að það er svo mikil tímasóun og leikmenn þykjast vera meiddir að það getur pirrað mann að halda að leikmaður sé að tefja,“ sagði Slot. Ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt „Það er ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt á 94. mínútu. Ég er hundrað prósent viss um að ef hann hefði vitað hversu alvarleg meiðslin gætu verið, hefði hann aldrei gert þetta,“ sagði Slot. Jafntefli Arsenal gegn Liverpool kemur þeim sex stigum á undan Manchester City. Ríkjandi meistarar eru 14 stigum á eftir skyttunum.
Enski boltinn Arsenal FC Liverpool FC Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira