Fótbolti

Nígería flaug á­fram í átta liða úr­slit

Aron Guðmundsson skrifar
Victor Osimhen skoraði tvö af mörkum Nígeríu í kvöld
Victor Osimhen skoraði tvö af mörkum Nígeríu í kvöld Vísir/Getty

Nígería hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta með öruggum 4-0 sigri gegn Mósambík í kvöld. 

Nígeríska landsliðið réði lögum og lofum í leik kvöldsins og mörk frá Ademola Lookman og Victor Osimhen sáu til þess að Nígería var með tveggja marka forystu, 2-0, þegar flautað var til hálfleiks.

Mósambík tókst ekki að gera atlögu að því að ógna forystu Nígeríu í leiknum. Annað mark frá Osimhen og svo mark frá Akor Adams sáu til þess að Nígería fór með 4-0 sigur af hólmi og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Þar mun Nígería mæta sigurliðinu úr viðureign Alsír og Lýðveldisins Kongó en þau lið mætast í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×