Sport

Dag­skráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Árni Pálsson, Andri Már Eggertsson (Nablinn) og Tómas Steindórsson sjá líka léttu hliðarnar á körfuboltanum.
Stefán Árni Pálsson, Andri Már Eggertsson (Nablinn) og Tómas Steindórsson sjá líka léttu hliðarnar á körfuboltanum. Körfuboltakvöld Extra

Þetta er kannski rólegt kvöld á sportstöðvunum í dag og kvöld en það er samt boðið upp á útsendingar.

Körfuboltakvöld Extra er á dagskrá í kvöld en fyrsta umferðin í Bónusdeild karla í körfubolta eftir áramót kláraðist í gærkvöldi.

Það má búast við því að Stefán Árni Pálsson, Andri Már Eggertsson (Nablinn) og Tómas Steindórsson finni spaugilegu hliðarnar á fyrstu leikjum ársins í körfuboltanum og segi sínar skoðanir á umdeildu málunum frá helginni.

Það er einnig boðið upp á beina útsendingu frá ensku B-deildinni og bandarísku NHL-deildinni í íshokkí.

Leikurinn í ensku B-deildinni er á milli Leicester City og West Bromwich Albion en bæði eru lið sem við erum vön að sjá meðal þeirra bestu í ensku úrvaldeildinni. Útlitið er ekki nógu gott hjá báðum liðum sem eru fyrir neðan miðju í ensku B-deildinni en Leicester er samt fjórum sætum fyrir ofan. West Brom nær þeim samt að stigum með sigri.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 20.00 hefst Körfuboltakvöld Extra þar sem farið verður yfir alla leiki fyrstu umferðar ársins 2026 í Bónus-deild karla í körfubolta á léttu nótunum.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Leicester City og West Bromwich Albion í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Washington Capitals og Anaheim Ducks í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×