Treysta á óvinaliðið til að tryggja toppsætið: „Ekki séns að ég haldi með þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. janúar 2026 13:33 Tristan Wirfs hefur það ekki í sér að halda með Saints. Kevin Sabitus/Getty Images Sérstök staða sem hefur ekki sést síðan 1977 er nú uppi í lokaumferð NFL deildarinnar sem klárast í dag. Tampa Bay Buccaneers unnu 16-14 gegn Carolina Panthers í spennuleik í gærkvöldi. Baker Mayfield leiddi liðið til sigurs eftir að hafa gert mörg mistök fyrr í leiknum en sparkarinn Chase McLaughlin átti stærstan heiðar að sigrinum því hann skoraði þrjú vallarmörk í fjórða leikhluta. Með sigrinum komust Buccaneers upp í efsta sæti NFC suðurdeildarinnar en þeir gætu samt misst af úrslitakeppninni. Atlanta Falcons og New Orleans Saints eru líka í NFC suðurdeildinni og mætast í kvöld. Ef Falcons vinna leikinn verða þrjú efstu liðin jöfn en Panthers fara aftur upp í toppsætið á innbyrðis viðureignum. Ef Saints vinna leikinn halda Buccaneers toppsætinu. Aðeins eitt lið úr deildinni fer í úrslitakeppnina og að er nú þegar ljóst að allavega eitt, kannski tvö lið, munu missa af úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera með jafn marga sigra og töp á tímabilinu. ESPN lýsir þessu sem „einni sturluðustu lokaumferð sögunnar“ og segir sömu stöðu hafa komið upp árið 1977. „Þetta er mjög furðulegt“ sagði Cade Otton, leikmaður Buccaneers sem mun halda með óvinaliði sínu, Saints, í kvöld. „Ég hata að segja þetta en, áfram Saints! Við munum halda með þeim. Sem er mjög furðulegt.“ „Þetta er ekki í okkar höndum lengur en það er ekki séns að ég sé að fara halda með Saints, það get ég sagt þér. Ég mun bara halda á móti Falcons“ sagði liðsfélagi hans, Tristan Wirfs. Liðin hafa háð harðar baráttur síðustu ár og fyrr á tímabilinu sagði leikstjórnandinn Baker Mayfield að liðið spilaði grófan og óíþróttamannslegan fótbolta. En eftir leikinn í gær var hann vinalegur í þeirra garð og sagðist hlakka til að horfa á leikinn í kvöld. NFL RedZone fylgist með öllum leikjum lokaumferðarinnar og verður í beinni á Sýn Sport 3 frá klukkan 17:55. NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers unnu 16-14 gegn Carolina Panthers í spennuleik í gærkvöldi. Baker Mayfield leiddi liðið til sigurs eftir að hafa gert mörg mistök fyrr í leiknum en sparkarinn Chase McLaughlin átti stærstan heiðar að sigrinum því hann skoraði þrjú vallarmörk í fjórða leikhluta. Með sigrinum komust Buccaneers upp í efsta sæti NFC suðurdeildarinnar en þeir gætu samt misst af úrslitakeppninni. Atlanta Falcons og New Orleans Saints eru líka í NFC suðurdeildinni og mætast í kvöld. Ef Falcons vinna leikinn verða þrjú efstu liðin jöfn en Panthers fara aftur upp í toppsætið á innbyrðis viðureignum. Ef Saints vinna leikinn halda Buccaneers toppsætinu. Aðeins eitt lið úr deildinni fer í úrslitakeppnina og að er nú þegar ljóst að allavega eitt, kannski tvö lið, munu missa af úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera með jafn marga sigra og töp á tímabilinu. ESPN lýsir þessu sem „einni sturluðustu lokaumferð sögunnar“ og segir sömu stöðu hafa komið upp árið 1977. „Þetta er mjög furðulegt“ sagði Cade Otton, leikmaður Buccaneers sem mun halda með óvinaliði sínu, Saints, í kvöld. „Ég hata að segja þetta en, áfram Saints! Við munum halda með þeim. Sem er mjög furðulegt.“ „Þetta er ekki í okkar höndum lengur en það er ekki séns að ég sé að fara halda með Saints, það get ég sagt þér. Ég mun bara halda á móti Falcons“ sagði liðsfélagi hans, Tristan Wirfs. Liðin hafa háð harðar baráttur síðustu ár og fyrr á tímabilinu sagði leikstjórnandinn Baker Mayfield að liðið spilaði grófan og óíþróttamannslegan fótbolta. En eftir leikinn í gær var hann vinalegur í þeirra garð og sagðist hlakka til að horfa á leikinn í kvöld. NFL RedZone fylgist með öllum leikjum lokaumferðarinnar og verður í beinni á Sýn Sport 3 frá klukkan 17:55.
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira