Fann liðsfélaga sinn látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2026 19:47 Johan-Olav Botn lýsti áfallinu eftir að hafa fundið liðsfélaga sinn líflausan. Getty/Christian Manzoni Norski skíðamaðurinn Johan-Olav Botn hefur lýst áfallinu sem hann varð fyrir þegar hann fann vin sinn, Sivert Bakken, líflausan. Hann ræddi þessa hræðilegu upplifun við norska sjónvarpsstöð. Botn sagði frá því í viðtalinu að hann og Bakken hafi ætlað í skíðaferð morguninn sem Sivert Bakken fannst látinn. „Ég og Sivert ætluðum í skíðaferð klukkan níu þennan morgun. Ég ætlaði að koma við til að ná í bíllykilinn til að taka skíði og stafi úr bílnum, en þá fann ég hann líflausan í herberginu. Þetta var algjört áfall og skelfing. Það fyrsta sem maður gerir er að reyna að hjálpa,“ segir Johan-Olav Botn við TV2. Náði ekki sambandi við neyðarlínuna Hann segir enn fremur að hann hafi reynt að hringja í neyðarnúmer en ekki náð sambandi. Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu á Þorláksmessu í einkaæfingabúðum í Lavazé á Ítalíu. Norska skíðaskotfimissambandið hefur greint frá því að Bakken hafi verið með grímu á sér þegar hann fannst. Þetta er súrefnisgríma sem líkir eftir því að vera í mikilli hæð þar sem minna súrefni er í andrúmsloftinu. Dánarorsök er enn ókunn og því er óvíst hvort tengsl séu milli andlátsins og grímunnar. Á þriðjudag staðfesti lögmaður fjölskyldunnar að krufningarskýrslan úr réttarmeinafræðilegu rannsóknunum kæmi ekki fyrr en í mars. Þáði sálfræðiaðstoð „Ég hef því miður fylgst með öllum vangaveltunum. Ég óska þess að fólk virði aðstandendur, forðist vangaveltur og bíði með að draga ályktanir þar til rannsókn er lokið,“ segir Botn við sjónvarpsstöðina. Hann segir einnig að hann hafi fengið boð um – og þegið – sálfræðiaðstoð á vegum Ólympíunefndarinnar. „Það eru nokkrar myndir í höfðinu á mér sem ég geri mér grein fyrir að ég þarf að lifa með það sem eftir er ævinnar. Ég held að það sé skynsamlegt að finna leið til að lifa með þessum myndum,“ segir hann. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Sjá meira
Botn sagði frá því í viðtalinu að hann og Bakken hafi ætlað í skíðaferð morguninn sem Sivert Bakken fannst látinn. „Ég og Sivert ætluðum í skíðaferð klukkan níu þennan morgun. Ég ætlaði að koma við til að ná í bíllykilinn til að taka skíði og stafi úr bílnum, en þá fann ég hann líflausan í herberginu. Þetta var algjört áfall og skelfing. Það fyrsta sem maður gerir er að reyna að hjálpa,“ segir Johan-Olav Botn við TV2. Náði ekki sambandi við neyðarlínuna Hann segir enn fremur að hann hafi reynt að hringja í neyðarnúmer en ekki náð sambandi. Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu á Þorláksmessu í einkaæfingabúðum í Lavazé á Ítalíu. Norska skíðaskotfimissambandið hefur greint frá því að Bakken hafi verið með grímu á sér þegar hann fannst. Þetta er súrefnisgríma sem líkir eftir því að vera í mikilli hæð þar sem minna súrefni er í andrúmsloftinu. Dánarorsök er enn ókunn og því er óvíst hvort tengsl séu milli andlátsins og grímunnar. Á þriðjudag staðfesti lögmaður fjölskyldunnar að krufningarskýrslan úr réttarmeinafræðilegu rannsóknunum kæmi ekki fyrr en í mars. Þáði sálfræðiaðstoð „Ég hef því miður fylgst með öllum vangaveltunum. Ég óska þess að fólk virði aðstandendur, forðist vangaveltur og bíði með að draga ályktanir þar til rannsókn er lokið,“ segir Botn við sjónvarpsstöðina. Hann segir einnig að hann hafi fengið boð um – og þegið – sálfræðiaðstoð á vegum Ólympíunefndarinnar. „Það eru nokkrar myndir í höfðinu á mér sem ég geri mér grein fyrir að ég þarf að lifa með það sem eftir er ævinnar. Ég held að það sé skynsamlegt að finna leið til að lifa með þessum myndum,“ segir hann.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Sjá meira