Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 11:50 Zohran Mamdani er sá 112. í röðinni til að gegna embætti borgarstjóra New York-borgar. EPA Hinn 34 ára Zohran Mamdani sór í nótt embættiseið sem borgarstjóri New York-borgar. Hann er fyrsti múslíminn til að gegna embætti borgarstjóra New York, en hann er af suðurasískum uppruna og fæddur í Úganda. Mamdani er 112. í röðinni til að gegna embættinu og jafnframt einn sá yngsti í sögunni. Það var dómsmálaráðherra New York-ríkis, Letitia James, sem stýrði athöfninni á miðnætti að staðartíma sem fram fór á Old City Hall-neðanjarðarlestarstöðinni sem er þó ekki lengur í notkun sem slík. Hann sagði lestarstöðina vera vitnisburð um mikilvægi almenningssamgangna fyrir lífsþrótt, heilsu og menningararf New York-borgar en hann lagði í kosningabaráttu sinni áherslu á fríar almenningssamgöngur. Zohran Mamdani sór embættiseiðinn á neðanjarðarlestarstöð Old City Hall neðarlega á Manhattan. EPA Mamdani notaðist við eintak af Kóraninum sem hafði verið í eigu afa síns til að sverja embættiseiðinn. Hann sagði það vera mikinn heiður og forréttindi að taka við embættinu. Að athöfn lokinni borgaði Mamdani fjármálastjóra borgarinnar, venju samkvæmt, níu dali og skrifaði svo undir þar til gerð plögg til að klára vígsluna. „Versta martröð Trumps“ Demókratinn Mamdani lýsti sjálfum sér sem lýðræðislegum sósíalista í kosningabaráttunni og sömuleiðis sem „verstu martröð Trumps“ Bandaríkjaforseta. Þeir Trump og Mamdani áttu þó fund í Hvíta húsinu í nóvember og kom þar nokkuð á óvart hve vel fór á með þeim. Þeir voru sammála um að báðir bæru þeir hag New York-búa fyrir brjósti. Mamdani hlaut rúmlega helming greiddra atkvæða í borgarstjórakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember og Andrew Coumo, sem bauð sig fram sem óháður en naut meðal annars stuðnings Trumps og auðjöfursins Elon Musk, 41,5 prósent. Frambjóðandi Repúblikana, Curtis Sliwa, hlaut mun minna fylgi. „Á þessum tíma pólitísks myrkurs, þá verður New York ljósið,“ sagði Mamdani þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að hann hafði borið sigur úr býtum. Hann sagði jafnframt að kjósendur hefðu veitt sér skýrt umboð til breytinga. Mamdani hét því í kosningabaráttunni að hækka skatta á auðmenn borgarinnar, tryggja að frítt yrði í strætó, ná stjórn á leigumarkaðnum og sömuleiðis koma á matvöruverslunum í samfélagseigu. Fæddur í Úganda Zohran Kwame Mamdani er fæddur árið 1991 í Kampala í Úganda. Móðir hans er Mira Nair, þekkt kvikmyndagerðarkona og faðir hans, Mahmood Mamdani, er þekktur prófessor í nýlendufræðum og mannfræði við Columbia-háskóla. Foreldrarnir eru báðir fæddir á Indlandi og er móðirin hindúatrúar og faðirinn múslimi. Zohran er sömuleiðis múslimi en hann er eina barn foreldra sinna. Fjölskyldan flutti frá Úganda til Suður-Afríku, en þegar Zohran var sjö ára flutti fjölskyldan til Bandaríkjanna og settist að í New York. Hann stundaði svo nám í afrískum fræðum og kom fram sem rappari undir listamannsnafninu Mr. Cardamom. Hann bauð sig svo fram og náði sæti á ríkisþingi í New York fyrir borgarhlutann Astoria í Queens. Mamdani tilkynnti í október á síðasta ári að hann myndi bjóða sig fram til borgarstjóra í New York og var að lokum útnefndur frambjóðandi Demókrataflokksins. Mamdani tekur við embættinu af Demókratanum Eric Adams sem sætir ákæru fyrir spillingu. Bandaríkin Tengdar fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. 21. nóvember 2025 23:31 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Mamdani er 112. í röðinni til að gegna embættinu og jafnframt einn sá yngsti í sögunni. Það var dómsmálaráðherra New York-ríkis, Letitia James, sem stýrði athöfninni á miðnætti að staðartíma sem fram fór á Old City Hall-neðanjarðarlestarstöðinni sem er þó ekki lengur í notkun sem slík. Hann sagði lestarstöðina vera vitnisburð um mikilvægi almenningssamgangna fyrir lífsþrótt, heilsu og menningararf New York-borgar en hann lagði í kosningabaráttu sinni áherslu á fríar almenningssamgöngur. Zohran Mamdani sór embættiseiðinn á neðanjarðarlestarstöð Old City Hall neðarlega á Manhattan. EPA Mamdani notaðist við eintak af Kóraninum sem hafði verið í eigu afa síns til að sverja embættiseiðinn. Hann sagði það vera mikinn heiður og forréttindi að taka við embættinu. Að athöfn lokinni borgaði Mamdani fjármálastjóra borgarinnar, venju samkvæmt, níu dali og skrifaði svo undir þar til gerð plögg til að klára vígsluna. „Versta martröð Trumps“ Demókratinn Mamdani lýsti sjálfum sér sem lýðræðislegum sósíalista í kosningabaráttunni og sömuleiðis sem „verstu martröð Trumps“ Bandaríkjaforseta. Þeir Trump og Mamdani áttu þó fund í Hvíta húsinu í nóvember og kom þar nokkuð á óvart hve vel fór á með þeim. Þeir voru sammála um að báðir bæru þeir hag New York-búa fyrir brjósti. Mamdani hlaut rúmlega helming greiddra atkvæða í borgarstjórakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember og Andrew Coumo, sem bauð sig fram sem óháður en naut meðal annars stuðnings Trumps og auðjöfursins Elon Musk, 41,5 prósent. Frambjóðandi Repúblikana, Curtis Sliwa, hlaut mun minna fylgi. „Á þessum tíma pólitísks myrkurs, þá verður New York ljósið,“ sagði Mamdani þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að hann hafði borið sigur úr býtum. Hann sagði jafnframt að kjósendur hefðu veitt sér skýrt umboð til breytinga. Mamdani hét því í kosningabaráttunni að hækka skatta á auðmenn borgarinnar, tryggja að frítt yrði í strætó, ná stjórn á leigumarkaðnum og sömuleiðis koma á matvöruverslunum í samfélagseigu. Fæddur í Úganda Zohran Kwame Mamdani er fæddur árið 1991 í Kampala í Úganda. Móðir hans er Mira Nair, þekkt kvikmyndagerðarkona og faðir hans, Mahmood Mamdani, er þekktur prófessor í nýlendufræðum og mannfræði við Columbia-háskóla. Foreldrarnir eru báðir fæddir á Indlandi og er móðirin hindúatrúar og faðirinn múslimi. Zohran er sömuleiðis múslimi en hann er eina barn foreldra sinna. Fjölskyldan flutti frá Úganda til Suður-Afríku, en þegar Zohran var sjö ára flutti fjölskyldan til Bandaríkjanna og settist að í New York. Hann stundaði svo nám í afrískum fræðum og kom fram sem rappari undir listamannsnafninu Mr. Cardamom. Hann bauð sig svo fram og náði sæti á ríkisþingi í New York fyrir borgarhlutann Astoria í Queens. Mamdani tilkynnti í október á síðasta ári að hann myndi bjóða sig fram til borgarstjóra í New York og var að lokum útnefndur frambjóðandi Demókrataflokksins. Mamdani tekur við embættinu af Demókratanum Eric Adams sem sætir ákæru fyrir spillingu.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. 21. nóvember 2025 23:31 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. 21. nóvember 2025 23:31