Fótbolti

Mbappé þurfti að játa sig sigraðan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kylian Mbappé byrjar nýja árið uppi í stúku. 
Kylian Mbappé byrjar nýja árið uppi í stúku.  Shaun Brooks - CameraSport via Getty Images

Kylian Mbappé setti markamet fyrir Real Madrid á árinu sem er nú að líða en mun byrja nýja árið í endurhæfingu vegna meiðsla sem hann hefur harkað sig í gegnum.

Franski framherjinn átti frábært ár og jafnaði markamet Cristiano Ronaldo á einu almanaksári með marki úr vítaspyrnu gegn Sevilla, í síðasta leiknum fyrir jól.

Það var 59. mark Mbappé á árinu og hans 29. mark á tímabilinu.

Hann spilaði hins vegar síðustu leiki ársins meiddur, án þess að átta sig á því hversu alvarleg meiðslin væru.

Samkvæmt frétt L‘Equipe þurfti Mbappé að játa sig sigraðan því hann fann hraðann og sprengikraftinn hverfa frá sér í síðustu leikjum ársins.

Mbappé fór því í myndatöku, þar sem kom í ljós að hann væri með skaddað liðband í hnénu og þyrfti að minnsta kosti þriggja vikna hvíld frá fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×