Fótbolti

Fullkrug leysir Origi af í Mílanó

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham. 
Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham.  Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images

Þýski framherjinn Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham til AC Milan að láni en belgíski framherjinn Divock Origi mun yfirgefa höfuðborg Ítalíu í janúar.

Fullkrug hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk til liðs við West Ham í ágúst 2024 frá Borussia Dortmund.

Hann hefur verið plagaður af meiðslum og aðeins spilað níu leiki í öllum keppnum, án þess að skora mark.

Nú liggur leiðin til AC Milan, sem fær hann að láni gegn því að greiða honum full laun og hefur möguleika á kaupum næsta sumar. 

Liðið er í leit að framherja eftir að hafa misst Santiago Gimenez í meiðsli í október og mistekist að koma Divock Origi í gang.

Samningi Origi var rift í dag en hann hefur ekki spilað í rúmlega tvö ár.

Hann kom til Mílanó frá Liverpool, þar sem hann var í dýrlingatölu fyrir ótal eftirminnileg mörk, en náði sér aldrei á strik. Ekki heldur hjá Nottingham Forest í lánsdvöl á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×