Enski boltinn

Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United

Aron Guðmundsson skrifar
Morgan Rogers var iðinn við kolann gegn Manchester United 
Morgan Rogers var iðinn við kolann gegn Manchester United  Vísir/Getty

Morgan Rogers skoraði bæði mörk Aston Villa er liðið vann sinn sjöunda sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tók á móti Manchester United á Villa Park í leik sem lauk með 2-1 sigri heimamanna. 

Sigurinn sér til þess að Aston Villa vermir 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er þremur stigum á eftir toppliði Arsenal. 

Klippa: Aston Villa 2 - 1 Manchester United

Aston Villa er án efa heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og Morgan Rogers hefur verið í banastuði upp á síðkastið.

Hann kom Aston Villa yfir í gær skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Matheus Cunha tókst að jafna metin fyrir Rauðu djöflana í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Rogers tókst hins vegar að kreista fram sigurmark fyrir heimamenn í seinni hálfleik er hann átti hnitmiðað skot í fjærhornið sem Lammens í marki Manchester United kom engum vörnum við.

Tapið ekki einu vonbriði Manchester United í leiknum því fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes þurfti að fara meiddur af velli og óvíst á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. 

Mörkin úr leik Aston Villa og Manhcester United í gær má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×