Sport

Dag­skráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski

Aron Guðmundsson skrifar
Luke Littler á leik á HM í pílukasti í kvöld.
Luke Littler á leik á HM í pílukasti í kvöld. Vísir/Getty

Það er boðið upp á fjölbreytta dagskrá á sportrásum Sýnar í dag. Stjörnur úr pílukast heiminum eiga leik á HM, leikar eru farnir að æsast í NFL deildinni og í enska boltanum á Manchester United leik. 

Klukkan hálf eitt á Sýn Sport Viaplay hefjum við beina útsendingu frá fyrri hluta keppnisdagsins á HM í pílukasti þar sem að fjórar viðureignir verða á dagskrá í 2.umferð mótsins.

Klukan sjö í kvöld hefst svo bein útsending frá seinni hluta keppnisdagsins þar sem að stjörnur á borð við ríkjandi heimsmeistarann Luke Littler og fyrrverandi heimsmeistarann Gerwyn Price mæta til leiks.

Einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og hann er áhugaverður í meira lagi. Klukkan hálf fimm tekur Aston Villa, sem hefur verið á fljúgandi siglingu í deildinni, á móti Manchester United á Villa Park. Sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport. Að þeim leik loknum tekur Sunnudagsmessan við. 

Á sama tíma á Sýn Sport Viaplay tekur Heidenheim á móti Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Það er tekið að hitna í kolunum í NFL deildinni og spennan mikil fyrir því hvaða liðum tekst á endanum að tryggja sig áfram í úrslitakeppni deildarinnar. Klukkan fimm mínútur í sex í kvöld hefst bein útsending á Sýn Sport 2 frá leik Panthers og Buccaneers.  en á sama tíma á Sýn Sport 3 hefst NFL Red Zone þar sem fylgst er með öllum leikjum deildarinnar á sama tíma. Þá verður sýnt beint frá leik Lions og Steelers á Sýn Sport 2 klukkan tuttugu mínútur yfir níu. 

Á Sýn Sport Ísland klukkan átta er Bónus Körfuboltakvöld kvenna svo á dagskrá en þar verður fyrri helmingurinn á deildarkeppni deildarinnar gerður upp með sérfræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×