Enski boltinn

Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham

Valur Páll Eiríksson skrifar
Erik Edman fagnar eina marki sínu fyrir Tottenham með Fredi Kanouté og Michael Carrick.
Erik Edman fagnar eina marki sínu fyrir Tottenham með Fredi Kanouté og Michael Carrick. vísir/getty

Fár stuðningmaður Tottenham hefur gleymt eina marki Svíans Eriks Edman fyrir klúbbinn þegar hann negldi boltann af 45 metrunum yfir Jerzy Dudek í marki Liverpool fyrir 20 árum síðan. Það er eitt af fjölmörgum mörkum sem skoruð hafa verið í viðureignum liðanna í gegnum tíðina.

Tottenham og Liverpool mætast klukkan 17:30 í dag. Bein útsending hefst klukkan 17:20 á Sýn Sport.

Klippa: Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham

Fleiri vinstri bakverðir en Edman koma við sögu. Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði með einum af mörgum þrumufleygum sínum gegn Tottenham og furðufuglinn Benoit Assou-Ekotto skoraði eitt gott gegn Liverpool.

Luis Suárez skoraði eitt af sínum fjölmörgu mörkum veturinn 2013-14 með glæsilegri vippu á White Hart Lane og djúpu miðjumennirnir Victor Wanyama og Pierre-Emile Höjberg eiga sitthvora þrumuna gegn Rauða hernum.

Tíu bestu mörkin úr viðureignum liðanna tveggja má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×