Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Magnús S. Guðmundsson skrifar 18. desember 2025 21:00 DeAndre Kane var öflugur í kvöld. Vísir/Guðmundur Topplið Grindvíkinga mættu í heimsókn í Þorlákshöfn í kvöld þar sem þeir mættu Þórsurum. Heimamenn hafa verið að skrapa botninn á töflunni það sem er af tímabils en hafa þó verið að spila fínt á köflum. Brúnin varð þung á stuðningsmönnum þeirra strax í upphituninni vegna þess að Rafail Lanaras var í borgaralegum klæðnaði. Grikkinn hafði náð sér í flensu korter í jól og gat því ekki spilað. Hann hefur verið besti leikmaður liðsins það sem af er vetri og skarðið því stórt sem þurfti að fylla. Grindvíkingar keyrðu Suðurstrandarveginn með allt stóðið heilt heilsu. Þeir tróna á toppi töflunnar og eru með eitt breiðasta vopnabúrið. Fyrir leikinn bjuggust án efa margir við því að án Lanaras yrði leikurinn auðveldur fyrir gestina. Slík spá reyndist óþarfa bölmóðssýki.Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Þórsarar þurftu að kafa djúpt í brellubókina án Rafail Lanaras og það gekk vel. Þórsarar sýndu nefnilegan gríðarlegan karakter strax í upphafi. Davíð Arnar og Skarphéðinn Árni stigu upp í fyrri hálfleik, mættu með kassann úti og voru óhræddir við að taka þriggja stiga skotin. Miðið hjá þeim var vel stillt og áttu gestirnir í basli með að verjast stórskotahríðinni. Deandre Kane setti í fluggírinn í öðrum leikhluta og reyndist Grindvíkingum drjúgur. Hann barðist eins og ljón eins og hann er vanur og setti hverja körfuna á fætur annarri. Gæinn var með sextán stig í fyrri hálfleiknum. Hjá Þórsurum voru Djorde með þrettán stig og Lazar tíu. Staðan í hálfleik var 51-47 fyrir Þór og var hugurinn í heimamönnum mikill. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var hræðileg en á sama tíma gekk allt upp hjá Þórsurum. Gestirnir stilltu miðið í seinni hálfleik og á sama tíma fóru þeir að rífa niður hvert frákastið á fætur öðru. Khalil Shabazz tók ábyrgðina á herðar sér og sýndi flotta leiðtogahæfileika. Ólafur Ólafsson kom inn í leikinn af miklum krafti og öskraði samherja sína í gang. Grindvíkingar leituðu mikið að DeAndre Kane og gamla bandið var farið að telja í sinn taktfasta hryn. Mikill hiti færðist í leikinn í þriðja leikhluta og liðin skiptust á að skora dýrmætar körfur. Þórsarar sýndu aftur á móti magnaðan karakter og var ekki að sjá að þar færi botnlið sem væri að spila án síns besta leikmanns. Þeir leiddu og í hvert sinn sem Grindvíkingar skoruðu þá svöruðu Þórsarar með körfu. Þeir voru yfir í lok fyrsta, annars og þriðja leikhluta og gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhluta skoruðu Þórsarar aftur á móti bara 19 stig en á sama tíma settu Grindvíkingar niður 35 stykki. Á lokamínútum leiksins urðu Grindvíkingar stærri og stærri meðan vindurinn var allur úr Þórsurum. Lokastaðan 94-106 og geta Grindvíkingar prísað sig sæla. Þórsarar sýndu baráttuþrek og gáfu toppliðinu alvöru leik. Atvik leiksins Það ætlaði allt um koll að keyra í þriðja leikhluta þegar Deandre Kane braut á leikmanni Þórs og stóð svo yfir liggjandi mann og öskraði á hanni. Mikill hiti færðist í leikmenn og stúkan öskraði að Kane hefði sparkað í liggjandi mann. Gæinn rauk inn í klefa og héldu áhorfendur að verið hefði að reka hann úr húsi sem reyndist ekki vera. Þessi hiti kveikti í Grindvíkingum sem fengu blóð á tennurnar. Þarna fór leikurinn að færast meira í þeirra hendur og á sama tíma var eins og sjálfstraust Þórsara væri ögn laskað. Stjörnur og skúrkar Hjá Þór var Jacoby Ross fremstur meðal jafningja. Hann setti niður 28 stig, var með 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Djordje Dzeletovic skoraði 20 stig og reif niður 10 fráköst. Hjá Grindavík var Khalil Shabazz á eldi. Hann skoraði 31 stig, gaf fjórar stoðsendingar og hrifsaði til sín sex fráköstum. Deandre Kane var engu síðri. Hann skoraði 28 stig, gaf fjórar stoðsendingar og reif niður 10 fráköst. Á ögurstundu skellti Kane á sig ofurhetjuskikkjuna. Skúrkarnir voru engir í leiknum en miðað við frammistöðu Skarphéðins Árna í byrjun leiks þá bjóst maður við magnaðri frammistöðu frá honum en eitthvað í upplegginu varð til þess að hann sást ekki það sem eftir var leiks. Skúrkastimpillinn fer ekki á hann. Þórsarar voru betri nær allan leikinn en klikkuðu á ögurstundu. Fjórði leikhluti þeirra er eini skúrkurinn. Dómararnir Dómarar leiksins í kvöld voru: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Aron Rúnarsson. Þeir þurftu að taka á honum stóra sínum því hitinn var mikill á köflum. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga hafði sterka skoðun á ákvarðanatöku þeirra og lét þá rökstyðja vel sínar aðgerðir. Ég sá ekki hvort DeAndre Kane hafi sparkað í liggjandi mann og verður fróðlegt að sjá hvað sérfræðingar SÝNAR segja. Dómaratríóið getur gengið sátt frá borði. Stemning og umgjörð Þorlákshafnarbúar tjölduðu öllu til í kvöld. Fyrir leik var fýrað vel upp í grillunum og boðið upp á gómsæta hamborgara. Áhorfendur létu vel í sér heyra í stúkunni. Bæði stuðningsmenn Þórs og Grindavíkur. Frammistaðan góð en niðurstaðan vonbrigði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum súr í viðtali eftir leik. Hann sagðist vera stoltur af strákunum og fannst þeir gera allt til að leggja efsta liðið í deildinni. Aðspurður sagði hann: „Það var bara ekki alveg nóg. Að mínu mati vantaði okkur besta leikmanninn okkar og það er dýrt á móti liði eins og Grindavík“ og vísaði þar í fjarveru Rafail Lanaras. Lárus var glaður með frammistöðu sinna manna og hrósaði þeim mikið fyrir að gefa Grindvíkingum hörku leik. „Svo kom bara í ljós gæðamunurinn í fjórða leikhluta. Þeir voru með aðeins fleiri hesta og þar skildu leiðir“. Lárus sagði að þeir hefðu því miður verið að missa Grindvíkinga auðveldlega fram úr sér. Shabazz hitnaði og kláraði leikinn. Á sama tíma voru hans menn orðnir þreyttir enda voru Þórsarar ekki að spila á mörgum leikmönnum. „Þeir skora 35 stig í fjórða leikhluta og það vinnur leikinn“. Hann endaði svo viðtalið með því að segja að leikmenn hans færu inn í hátíðirnar með þau skilaboð að halda áfram. Liðið líti ágætlega út og geti verið stoltir. Héldu kúlinu Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var ánægður með sigur sinna manna. Honum fannst hans menn koma bitlausir inn í leikinn en hefðu sýnt karakter að snúa vörn í sókn. „Við byrjuðum leikinn illa og vorum ekki að hitta úr þriggja stiga skotunum okkar. Helgi sagði við mig að þetta væru þrír leikir þar sem við vorum ekki í takti. Við vorum að hitta illa lunga úr fyrstu þremur leikhlutanum en erum samt að búa til góð skot.“ Jóhann sagði sína menn hafi haldið kúlinu og eigi hrós skilið fyrir það. Grindvíkingar fara inn í jólafríið á toppi töflunnar og hann ætlar að gefa sínum mönnum gott frí. Hann sagði að þeir megi ekki slá slöku við enda eiga þeir hörkuprógram strax eftir jól að hans mati. „Menn þurfa að fara varlega í hangikjötið, skötuna og uppstúfið og hugsa vel um sig. Koma svo sterkir til leiks eftir frí.“ Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík
Topplið Grindvíkinga mættu í heimsókn í Þorlákshöfn í kvöld þar sem þeir mættu Þórsurum. Heimamenn hafa verið að skrapa botninn á töflunni það sem er af tímabils en hafa þó verið að spila fínt á köflum. Brúnin varð þung á stuðningsmönnum þeirra strax í upphituninni vegna þess að Rafail Lanaras var í borgaralegum klæðnaði. Grikkinn hafði náð sér í flensu korter í jól og gat því ekki spilað. Hann hefur verið besti leikmaður liðsins það sem af er vetri og skarðið því stórt sem þurfti að fylla. Grindvíkingar keyrðu Suðurstrandarveginn með allt stóðið heilt heilsu. Þeir tróna á toppi töflunnar og eru með eitt breiðasta vopnabúrið. Fyrir leikinn bjuggust án efa margir við því að án Lanaras yrði leikurinn auðveldur fyrir gestina. Slík spá reyndist óþarfa bölmóðssýki.Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Þórsarar þurftu að kafa djúpt í brellubókina án Rafail Lanaras og það gekk vel. Þórsarar sýndu nefnilegan gríðarlegan karakter strax í upphafi. Davíð Arnar og Skarphéðinn Árni stigu upp í fyrri hálfleik, mættu með kassann úti og voru óhræddir við að taka þriggja stiga skotin. Miðið hjá þeim var vel stillt og áttu gestirnir í basli með að verjast stórskotahríðinni. Deandre Kane setti í fluggírinn í öðrum leikhluta og reyndist Grindvíkingum drjúgur. Hann barðist eins og ljón eins og hann er vanur og setti hverja körfuna á fætur annarri. Gæinn var með sextán stig í fyrri hálfleiknum. Hjá Þórsurum voru Djorde með þrettán stig og Lazar tíu. Staðan í hálfleik var 51-47 fyrir Þór og var hugurinn í heimamönnum mikill. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var hræðileg en á sama tíma gekk allt upp hjá Þórsurum. Gestirnir stilltu miðið í seinni hálfleik og á sama tíma fóru þeir að rífa niður hvert frákastið á fætur öðru. Khalil Shabazz tók ábyrgðina á herðar sér og sýndi flotta leiðtogahæfileika. Ólafur Ólafsson kom inn í leikinn af miklum krafti og öskraði samherja sína í gang. Grindvíkingar leituðu mikið að DeAndre Kane og gamla bandið var farið að telja í sinn taktfasta hryn. Mikill hiti færðist í leikinn í þriðja leikhluta og liðin skiptust á að skora dýrmætar körfur. Þórsarar sýndu aftur á móti magnaðan karakter og var ekki að sjá að þar færi botnlið sem væri að spila án síns besta leikmanns. Þeir leiddu og í hvert sinn sem Grindvíkingar skoruðu þá svöruðu Þórsarar með körfu. Þeir voru yfir í lok fyrsta, annars og þriðja leikhluta og gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhluta skoruðu Þórsarar aftur á móti bara 19 stig en á sama tíma settu Grindvíkingar niður 35 stykki. Á lokamínútum leiksins urðu Grindvíkingar stærri og stærri meðan vindurinn var allur úr Þórsurum. Lokastaðan 94-106 og geta Grindvíkingar prísað sig sæla. Þórsarar sýndu baráttuþrek og gáfu toppliðinu alvöru leik. Atvik leiksins Það ætlaði allt um koll að keyra í þriðja leikhluta þegar Deandre Kane braut á leikmanni Þórs og stóð svo yfir liggjandi mann og öskraði á hanni. Mikill hiti færðist í leikmenn og stúkan öskraði að Kane hefði sparkað í liggjandi mann. Gæinn rauk inn í klefa og héldu áhorfendur að verið hefði að reka hann úr húsi sem reyndist ekki vera. Þessi hiti kveikti í Grindvíkingum sem fengu blóð á tennurnar. Þarna fór leikurinn að færast meira í þeirra hendur og á sama tíma var eins og sjálfstraust Þórsara væri ögn laskað. Stjörnur og skúrkar Hjá Þór var Jacoby Ross fremstur meðal jafningja. Hann setti niður 28 stig, var með 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Djordje Dzeletovic skoraði 20 stig og reif niður 10 fráköst. Hjá Grindavík var Khalil Shabazz á eldi. Hann skoraði 31 stig, gaf fjórar stoðsendingar og hrifsaði til sín sex fráköstum. Deandre Kane var engu síðri. Hann skoraði 28 stig, gaf fjórar stoðsendingar og reif niður 10 fráköst. Á ögurstundu skellti Kane á sig ofurhetjuskikkjuna. Skúrkarnir voru engir í leiknum en miðað við frammistöðu Skarphéðins Árna í byrjun leiks þá bjóst maður við magnaðri frammistöðu frá honum en eitthvað í upplegginu varð til þess að hann sást ekki það sem eftir var leiks. Skúrkastimpillinn fer ekki á hann. Þórsarar voru betri nær allan leikinn en klikkuðu á ögurstundu. Fjórði leikhluti þeirra er eini skúrkurinn. Dómararnir Dómarar leiksins í kvöld voru: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Aron Rúnarsson. Þeir þurftu að taka á honum stóra sínum því hitinn var mikill á köflum. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga hafði sterka skoðun á ákvarðanatöku þeirra og lét þá rökstyðja vel sínar aðgerðir. Ég sá ekki hvort DeAndre Kane hafi sparkað í liggjandi mann og verður fróðlegt að sjá hvað sérfræðingar SÝNAR segja. Dómaratríóið getur gengið sátt frá borði. Stemning og umgjörð Þorlákshafnarbúar tjölduðu öllu til í kvöld. Fyrir leik var fýrað vel upp í grillunum og boðið upp á gómsæta hamborgara. Áhorfendur létu vel í sér heyra í stúkunni. Bæði stuðningsmenn Þórs og Grindavíkur. Frammistaðan góð en niðurstaðan vonbrigði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar.Vísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum súr í viðtali eftir leik. Hann sagðist vera stoltur af strákunum og fannst þeir gera allt til að leggja efsta liðið í deildinni. Aðspurður sagði hann: „Það var bara ekki alveg nóg. Að mínu mati vantaði okkur besta leikmanninn okkar og það er dýrt á móti liði eins og Grindavík“ og vísaði þar í fjarveru Rafail Lanaras. Lárus var glaður með frammistöðu sinna manna og hrósaði þeim mikið fyrir að gefa Grindvíkingum hörku leik. „Svo kom bara í ljós gæðamunurinn í fjórða leikhluta. Þeir voru með aðeins fleiri hesta og þar skildu leiðir“. Lárus sagði að þeir hefðu því miður verið að missa Grindvíkinga auðveldlega fram úr sér. Shabazz hitnaði og kláraði leikinn. Á sama tíma voru hans menn orðnir þreyttir enda voru Þórsarar ekki að spila á mörgum leikmönnum. „Þeir skora 35 stig í fjórða leikhluta og það vinnur leikinn“. Hann endaði svo viðtalið með því að segja að leikmenn hans færu inn í hátíðirnar með þau skilaboð að halda áfram. Liðið líti ágætlega út og geti verið stoltir. Héldu kúlinu Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var ánægður með sigur sinna manna. Honum fannst hans menn koma bitlausir inn í leikinn en hefðu sýnt karakter að snúa vörn í sókn. „Við byrjuðum leikinn illa og vorum ekki að hitta úr þriggja stiga skotunum okkar. Helgi sagði við mig að þetta væru þrír leikir þar sem við vorum ekki í takti. Við vorum að hitta illa lunga úr fyrstu þremur leikhlutanum en erum samt að búa til góð skot.“ Jóhann sagði sína menn hafi haldið kúlinu og eigi hrós skilið fyrir það. Grindvíkingar fara inn í jólafríið á toppi töflunnar og hann ætlar að gefa sínum mönnum gott frí. Hann sagði að þeir megi ekki slá slöku við enda eiga þeir hörkuprógram strax eftir jól að hans mati. „Menn þurfa að fara varlega í hangikjötið, skötuna og uppstúfið og hugsa vel um sig. Koma svo sterkir til leiks eftir frí.“