Körfubolti

Rýndu í gamlar myndir: „Svaka­lega ertu kringl­óttur í framan“

Sindri Sverrisson skrifar
Þetta andlit vafðist mest fyrir sérfræðingunum.
Þetta andlit vafðist mest fyrir sérfræðingunum. Sýn Sport

Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Bónus Körfuboltakvölds, sýndi sérfræðingum sínum gamlar myndir af kempum og öðrum sem tengjast körfuboltanum á Íslandi og bað þá um að giska á hverjir væru á myndunum.

Eins og sjá má í klippunni hér að neðan þá voru þeir Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson ótrúlega naskir við að greina andlit barna og segja til um hverjir væru þar á ferð.

Í rauninni var það aðeins ein fermingarmynd sem vafðist aðeins fyrir þeim en annars var um fullt hús stiga að ræða.

Klippa: Körfuboltakvöld - Hver er maðurinn?

Körfuboltakvöld er á Sýn Sport Ísland á föstudagskvöldum. Þátturinn næsta föstudag hefst um klukkan 21:25, strax að loknum grannaslag Stjörnunnar og Álftaness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×