Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 19:11 Halli Egils og Pétur Rúðrik, reynsluboltar í pílukastinu hér heima. Vísir Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira