Fótbolti

Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominik Szoboszlai fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool á San Siro í gærkvöldi.
Dominik Szoboszlai fagnar sigurmarki sínu fyrir Liverpool á San Siro í gærkvöldi. Getty/Maciej Rogowski

Liverpool fagnaði langþráðum sigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru líka skoruð fullt af mörkum í leikjunum. Nú er hægt að sjá mörk úr leikjunum hér inni á Vísi.

Liverpool vann 1-0 útisigur á Internazionale á San Siro. Florian Wirtz fiskaði vítaspyrnu þökk sé afskiptum myndbandsdómara og Dominik Szoboszlai skoraði af öryggi úr vítinu.

Klippa: Markið úr leik Liverpool og Inter

Jules Koundé skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 endurkomusigri á Eintracht Frankfurt en hann fékk stoðsendingar frá þeim Marcus Rashford og Lamine Yamal.

Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og Frankfurt

Táningurinn Lennart Karl skoraði í þriðja Meistaradeildarleiknum í röð þegar Bayern München vann 3-1 sigur á Sporting CP. Hin mörkin skoruðu Serge Gnabry og Jonathan Tah.

Atalanta lenti undir á móti Chelsea en vann með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Gianluca Scamacca jafnaði og Charles De Ketelaere skoraði sigurmarkið eftir að Joao Pedro hafði komið Chelsea í 1-0.

Klippa: Mörkin úr leik Bayern og Sporting

Mohammed Kudus og Xavi Simons skoruðu báðir úr vítaspyrnum og þriðja markið var sjálfsmark þegar Tottenham vann 3-0 heimasigur á Slavia Prag.

Mason Greenwood skoraði tvívegis í 3-2 útisigri Marseille á Union St.Gilloise en hann breytti stöðunni úr 1-1 í 3-1 í seinni hálfleiknum áður en Belgarnir minnkuðu muninn.

Julián Álvarez, David Hancko og Alexander Sörloth skoruðu í 3-2 útisigri Atletico Madrid á Liverpool-bönunum í PSV Eindhoven. Guus Til kom PSV í 1-0 en Ricardo Pepi minnkaði svo muninn í 3-2 undir lokin.

Klippa: Mörkin úr leik Marseille og Union St.Gilloise
Klippa: Mörkin úr leik Atletico og PSV
Klippa: Markið úr leik Mónakó og Galatasaray



Fleiri fréttir

Sjá meira


×