Sport

Stressið magnast þegar mynda­vélarnar mæta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexander Veigar Þorvaldsson þekkir það að spila til úrslita í Úrvalsdeildinni og vann keppnina á laugardagskvöldið.
Alexander Veigar Þorvaldsson þekkir það að spila til úrslita í Úrvalsdeildinni og vann keppnina á laugardagskvöldið. Sýn Sport

Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson vann úrvalsdeildina í pílu á laugardaginn. Hann stefnir á að komast á HM í pílu á næstu árum.

Alexander vann Hallgrím Egilsson í úrslitum á Bullseye í beinni útsendingu á Sýn Sport og það fyrir framan fullan sal af fólki. Rætt var við Alexander í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. En hvernig er að kasta pílunni fyrir framan myndavélar í beinni útsendingu?

„Það er svolítið mikill munur. Að vera með áhorfendur fyrir aftan sig, sem er alveg geggjað, en það eru myndavélarnar og þegar ég er uppi á sviði þá magnast stressið aðeins meira,“ segir Alexander. 

Hann hefur verið partur af körfuboltaliði Grindvíkinga á tímabilinu. Liðið mætti allt á laugardagskvöldið og stóð þétt við bakið á Alexander. Hann varð að leggja skóna á hilluna fyrir þremur vikum vegna anna í pílunni.

Alexander keppti við Luke Litler fyrir ekki svo löngu.

„Ég elska þessa stráka og er mjög þakklátur að þeir hafi mætt. En þetta var orðið svolítið mikið. Að fara í vinnu, síðan beint á æfingu og mæta kannski þreyttur heim og fara pína sig í pílu,“ segir Alexander sem fer yfir markmið sín í viðtalinu, að komast á HM í pílu í Ally Pally í London. Hann stefnir á að vera kominn þangað inn innan þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×