Veður

Hvass­viðri syðst á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til átta stig, mildast við suðurströndina.
Hiti verður á bilinu núll til átta stig, mildast við suðurströndina. Vísir/Vilhelm

Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði strekkings vindur norðvestantil og hvassviðri syðst á landinu, en hægari annars staðar.

Rigning eða slydda, einkum á Austfjörðum en þurrt og allvíða bjartviðri vestanlands.

Hiti verður á bilinu núll til átta stig, mildast við suðurströndina.

„Svipaður vindur á morgun, en líkur á að úrkoma verði heldur meiri og má reikna með einhverjum dropum á vesturhelmingi landsins en úrkomusamast verður við austurströndina.

Hitastigið verður á svipuðum nótum áfram, þar sem vindur stendur af landi, eins og sunnan- og vestantil má reikna með að hiti verði 4 til 8 stig nokkuð víða, á meðan áveðurs verður hitastigið 1 til 5 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst. Rigning eða slydda með köflum, einkum austanlands. Hiti 1 til 8 stig.

Á miðvikudag: Norðaustan 10-15 og él, en þurrt á Suður- og Vesturlandi.

Hiti 2 til 6 stig, en nærri frostmarki norðaustantil.

Á fimmtudag: Norðaustanátt og dálítil él norðan- og austanlands, en rigning eða slydda við suðurströndina. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðaustanátt og fremur úrkomusamt, einkum um landið norðan- og austanvert. Hiti svipaður áfram.

Á laugardag: Austlæg átt og víða þurrt. Hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag: Austanátt og úrkoma í flestum landshlutum. Heldur hlýrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×