Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 06:01 Norris stendur best að vígi og getur orðið heimsmeistari í fyrsta sinn. Jordan McKean - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Nóg er um að vera á rásum Sýnar Sport á öðrum sunnudegi í aðventu. Úrslitin ráðast í Formúlu 1, enski boltinn rúllar, hörkuleikur í Bónus deild karla og geggjaður dagur í NFL-deildinni. Sýn Sport Viaplay Abú Dabí-kappaksturinn þar sem úrslitin ráðast í lokakeppni ársins í Formúlu 1 er á dagskrá frá klukkan 12:30 á Sýn Sport Viaplay. Keppnin sjálf hefst klukkan 13:00 en þar keppast þrír um titilinn; Lando Norris og Oscar Piastri á McLaren og Max Verstappen á Red Bull, sem er á ráspól í dag. Liðsfélagarnir Norris og Piastri eru fyrir aftan Verstappen á rásröðinni í dag en leita báðir fyrsta heimsmeistaratitilsins.Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Leikur Dortmund og Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er á dagskrá á sömu rás klukkan 16:20 og í nótt má sjá leik Panthers og Islanders í NHL-deildinni í íshokkí. Sýn Sport Enski boltinn rúllar á Sýn Sport í dag. Leikur Brighton og West Ham United er klukkan 13:40 á rásinni. Í kjölfarið er Lundúnaslagur Fulham og Crystal Palace klukkan 16:10. Lucas Paqueta snýr aftur í lið West Ham eftir leikbann.Getty/Robbie Jay Barratt Að honum loknum verður öll umferðin gerð upp í Sunnudagsmessunni klukkan 18:35. Sýn Sport 2 Mikilvægir leikir eru á dagskrá í NFL-deildinni þar sem fer að ráðast hvaða lið komast í úrslitakeppni vetrarins. Klukkan 17:55 er leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er þýðingarmikill fyrir bæði lið. Lamar Jackson og félagar hafa átt í vandræðum að undanförnu.Bryan Bennett/Getty Images Að honum loknum, klukkan 21:20, eigast við Green Bay Packers og Chicago Bears í ekki síður mikilvægum leik. Fylgjast má þá með öllum leikjum kvöldsins samtímis í NFL Red Zone á Sýn Sport 3 frá klukkan 17:55 langt fram á kvöld. Sýn Sport Ísland Einn leikur fer fram hérlendis í dag. Íslandsmeistarar síðasta árs, Stjarnan, tekur á móti toppliði Grindavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Grindvíkingar eru á toppi Bónus deildarinnar.vísir/Anton Sá leikur er klukkan 19:15 en útsending hefst klukkan 19:00 á Sýn Sport Ísland. Í kjölfarið verður öll umferðin í Bónus deildinni gerð upp í Körfuboltakvöldi klukkan 21:05. Sýn Sport 4 Lokadagur Nedbank Golf Challenge mótsins fer fram í dag. Golfið er í beinni á Sýn Sport 4 frá klukkan 9:00. Dagskráin í dag Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Sýn Sport Viaplay Abú Dabí-kappaksturinn þar sem úrslitin ráðast í lokakeppni ársins í Formúlu 1 er á dagskrá frá klukkan 12:30 á Sýn Sport Viaplay. Keppnin sjálf hefst klukkan 13:00 en þar keppast þrír um titilinn; Lando Norris og Oscar Piastri á McLaren og Max Verstappen á Red Bull, sem er á ráspól í dag. Liðsfélagarnir Norris og Piastri eru fyrir aftan Verstappen á rásröðinni í dag en leita báðir fyrsta heimsmeistaratitilsins.Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Leikur Dortmund og Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er á dagskrá á sömu rás klukkan 16:20 og í nótt má sjá leik Panthers og Islanders í NHL-deildinni í íshokkí. Sýn Sport Enski boltinn rúllar á Sýn Sport í dag. Leikur Brighton og West Ham United er klukkan 13:40 á rásinni. Í kjölfarið er Lundúnaslagur Fulham og Crystal Palace klukkan 16:10. Lucas Paqueta snýr aftur í lið West Ham eftir leikbann.Getty/Robbie Jay Barratt Að honum loknum verður öll umferðin gerð upp í Sunnudagsmessunni klukkan 18:35. Sýn Sport 2 Mikilvægir leikir eru á dagskrá í NFL-deildinni þar sem fer að ráðast hvaða lið komast í úrslitakeppni vetrarins. Klukkan 17:55 er leikur Baltimore Ravens og Pittsburgh Steelers sem er þýðingarmikill fyrir bæði lið. Lamar Jackson og félagar hafa átt í vandræðum að undanförnu.Bryan Bennett/Getty Images Að honum loknum, klukkan 21:20, eigast við Green Bay Packers og Chicago Bears í ekki síður mikilvægum leik. Fylgjast má þá með öllum leikjum kvöldsins samtímis í NFL Red Zone á Sýn Sport 3 frá klukkan 17:55 langt fram á kvöld. Sýn Sport Ísland Einn leikur fer fram hérlendis í dag. Íslandsmeistarar síðasta árs, Stjarnan, tekur á móti toppliði Grindavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Grindvíkingar eru á toppi Bónus deildarinnar.vísir/Anton Sá leikur er klukkan 19:15 en útsending hefst klukkan 19:00 á Sýn Sport Ísland. Í kjölfarið verður öll umferðin í Bónus deildinni gerð upp í Körfuboltakvöldi klukkan 21:05. Sýn Sport 4 Lokadagur Nedbank Golf Challenge mótsins fer fram í dag. Golfið er í beinni á Sýn Sport 4 frá klukkan 9:00.
Dagskráin í dag Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira