Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 09:30 Halli Egils var laufléttur í gær og segir spennuna ekki taka völdin fyrr en hann mæti á svæðið á Bullseye. Sýn Sport Pílukastarinn magnaði Halli Egils hugðist hætta en 7.000 Þjóðverjar létu hann skipta um skoðun. Í kvöld getur hann unnið Úrvalsdeildina í pílukasti í annað sinn, fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og fullan sal af fólki á Bullseye við Snorrabraut. Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye. Pílukast Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira
Úrslitaeinvígi Halla og Alexanders Veigars Þorvaldssonar verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 20 í kvöld. Félagarnir vörðu stórum hluta gærdagsins saman en Halli segist ekki hafa nýtt þann tíma í neinn sálfræðihernað, enda sé það tilgangslaust gegn Alexander. „Nei, það er algjör óþarfi. Hann er pollrólegur og það sést ekkert á honum. Maður þarf bara að mæta. Sálfræðihernaðurinn snýst bara um að „taka út“ á undan,“ segir Halli. Viðtalið við Halla má sjá hér að neðan. Klippa: Halli Egils fyrir úrslitaeinvígið á Bullseye Eins og fyrr segir má fastlega búast við fullum sal af fólki á Bullseye og mikilli stemningu nú þegar úrslitin ráðast, eftir skemmtileg keppniskvöld síðustu helgar. Halli nýtur sín í slíkri stemningu: „Ég spilaði í Frankfurt fyrir framan 7.000 manns í salnum og það var sturlað. Æðislega gaman. Ég ætlaði að hætta eftir það ár en þegar ég fann þessa tilfinningu þá hugsaði ég: Nei, ég vil meira.“ „Veit að ég get gert betur“ „Ég spennist upp þegar ég mæti á svæðið og byrja að æfa mig en svo er ég búinn að ná mér niður áður en ég fer upp að línu. Ég þarf bara að spila eins og ég veit að ég get. Ég setti met hérna fyrsta sjónvarpskvöldið. Ég hef ekki verið að spila eins vel og ég hefði viljað en ég veit að ég get gert betur á morgun,“ segir Halli og telur sig eiga meira inni en hann hefur sýnt: „Miklu, miklu meira. Ég spái því að annar okkar muni eiga níu pílna séns. Ég tek það stórt upp í mig,“ segir Halli en það telst fullkomin frammistaða í pílukasti þegar menn þurfa aðeins níu pílur til að klára 501 og vinna einn legg. „Rennur varla í honum blóðið“ Halli veit vel að hann fær góða mótspyrnu í kvöld: „Alexander er bara svakalegur skorari. Flottur í útskotunum, og hann er pollrólegur á sviði. Það rennur varla í honum blóðið. Hann er frábær íþróttamaður,“ segir Halli en vonar að það hjálpi sér að hafa unnið mótið fyrir tveimur árum. Þeir Vitor Charrua eru einu mennirnir sem hafa unnið mótið en það gerði Vitor 2022 og 2024, og Halli 2023. „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar. Hef unnið fleiri mót fyrir framan myndavélarnar en hann er farinn að vinna núna og tók sinn fyrsta stóra sjónvarpstitil á Sjally Pally á Akureyri, og ég var búinn að spá því að þegar hann tæki þann fyrsta þá myndi hann ekki hætta.“ Úrslitaeinvígið í Úrvalsdeildinni í pílukasti hefst klukkan 20 á Sýn Sport Ísland, í beinni útsendingu frá Bullseye.
Pílukast Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira