Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 5. desember 2025 20:54 Kári Jónsson sýndi sínar bestu hliðar í kvöld. Valur lagði Njarðvík að velli, 94-86, þegar liðin áttust við í níundu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Njarðvík var 24-29 yfir eftir fyrsta leikhluta og Dwayne Lautier sá til þess að gestirnir fóru með 50-51 stöðu inn í búningsklefa í hálfleik. Lautier skoraði síðustu stig fyrri hálfleiks af vítalínunni en leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn vildu meina að Lautier væri að floppa helst til mikið í leiknum og létu óánægju sína með það berlega í ljós. Hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá hinu í þriðja leikhluta og Valsmenn fóru með eins stigs forskot, 74-73, inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Um miðjan fjórða leikhluta náðu leikmenn Vals svo góðum kafla og Kristófer Acox kom heimamönnum tíu stigum yfir, 87-77, þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af leiknum. Njarðvík náði ekki að velgja Val almennilega undir uggum á lokakafla leiksins og niðurstaðan átta stiga sigur Vals sem hefur þar af leiðandi 12 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar. Grindavík er á toppnum með 16 stig og Tindastóll og Keflavík koma í humátt með 14 stig hvort lið. Njarðvík, KR, ÍR og Álftanes eru svo í einum hnapp í fimmta til áttunda sæti með átta stig hvert lið. Keyshawn Woods spilaði sinn fyrsta leik í Valstreyjunni í þessum leik en hann hafði hægt um sig framan af leik og var kominn með sex stig í hálfleik. Þegar upp var staðið hafði Woods skilað 13 stigum, sex fráköstum og tveimur stoðsendingum á töfluna og frumraun hans fyrir Val bara með fínasta móti. Finnur Freyr Stefánsson var sáttur við að fá tvö stig. Vísir/Diego Finnur Freyr: Keyshawn komst vel frá þessum leik „Við náðum að herða tökin í vörninni undir lokin og það skilaði því að við lönduðum sigri. Frammistaðan var ekkert frábær en við höldum áfram að sýna ákveðinn stögugleika í spilamennsku okkar sem er jákvætt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það vantaði aðeins upp á flæðið í sóknarleiknum að þessu sinni sem er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að við erum með nýjan leikmenn í þessum leik. Keyshawn komst vel frá þessum leik og sýndi það hvað hann kemur með borðinu. Með tíð og tíma mun hann svo slípast betur inn í leik okkar,“ sagði Finnur Freyr enn fremur. „Lykilleikmenn hjá okkur eru hægt og bítandi að finna sitt besta form og mér finnst jákvæðari teikn hjá okkur með hverjum deginum sem líður. Liðið er á fínum stað miðað við árstíma og við þurfum að halda áfram að bæta okkur og safna stigum,“ sagði hann um framhaldið hjá Valsliðinu. Rúnar Ingi: Urðum kannski þreyttir undir lokin „Mér fannst uppleggið í varnarleiknum ganga vel upp allt þar til á lokamínútum leiksins. Mögulega urðu stóru póstarnir undir körfunni þá þreyttir þar sem þeir eru að spila meira sökum fjarveru Mario. Við fórum út úr skipulagi undir lokin og Valsmenn nýtti sér það til hins ítrasta,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðpurður um það hvað hefði skilið liðin að. „Valsmenn voru klókir og agaðir þegar á hólminn var komið og herjuðu á þá veikleika sem við sýndum þeim. Þeir fundu Kristófer á lyklinum og voru þolinmóðir í sínum aðgerðum. Á sama tíma fórum við út í einstaklingsframtök þegar við lentum sex til átta stigum undir og það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Rúnar Ingi þar að auki. „Mér fannst Julio De Assis spila vel í þessum leik og það var gott að sjá það. Við þurfum á því að halda að hann og fleiri leikmenn axli meiri ábyrgð eftir að Mario meiddist. Það var ýmislegt jákvætt sem við getum tekið með okkur í leikinn gegn Þór Þorlákshöfn en þar þurfum við hins vegar að setja upp annað varnarplan sem hentar í þann leik og spila af aga og skynsemi í 40 mínútur,“ sagði hann um komandi verkefni Njarðvíkurliðsins. Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga.Vísir/Anton Atvik leiksins Kristófer Acox gladdi augað með tveimur glæsilegum troðslum í þessum leik. Það var svo gaman að sjá félagana úr Vesturbænum, Finn Frey og Jóhannes Pál Friðriksson, rökræða um reglur leiksins og hvað þjálfarar mega og mega ekki gera á hliðarlínunni. Finnur Freyr var þá að klappa á meðan Dwayne Lautier var að taka vítaskot. Þeir kumpánar voru ekki sammála um hvort það væri heimilt eður ei. Stjörnur og skúrkar Kári Jónsson fann sig vel í þessum leik og skoraði 25 stig en fjögur af sjö þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Callum Lawson setti niður 18 stig og Kristófer Acox 16 stig. Kristófer reif þess utan niður 16 fráköst. Frank Aaron Booker negldi niður þristum á ögurstundu og smitaði frá sér með gleði sinni og stemmingu. Hjá Njarðvík var Dwayne Lautier fremstur á meðal jafningja með sín 33 stig. Julio De Assis lagði svo 21 stig í púkkinn og tók aukinheldur 12 fráköst. Veigar Páll fór vel af stað í þessum leik en það dró af honum þegar líða tók á leikinn og 15 stig var framlag hans. Njarðvík er með ansi þunnskipaðan leikmannahóp en liðið fékk fjögur stig af varamannabekknum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Jóhannes Páll Friðriksson, Davið Kristján Hreiðarsson og Bjarni Rúnar Lárusson voru ekki að bæta sér á jólakortalista margra á Hlíðarenda í kvöld en að mínu mati stóðu þeir sig með stakri prýði og geta bara farið sáttir á koddann í kvöld með sitt kvöldverk. Þeir hljóta einkunnina sjö frá mér. Ekkert upp á það að klaga. Tókust vel á við athugasemdir þeirra sem höfðu út á störf þeirra að setja og ræddu málin af yfirvegun sem er góðs viti. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn beggja liða voru mjög duglegir við það að aðstoða dómaratríóið við störf sín og einbeittu sér helst til mikið að þeirri ráðgjöf í stað þess að hvetja lið sín til dáða þar til undir lokin. Þá blésu stuðningsmenn Vals sínum leikmönnum baráttuanda í brjóst með hvatningu sinni. Valur UMF Njarðvík Bónus-deild karla
Valur lagði Njarðvík að velli, 94-86, þegar liðin áttust við í níundu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Njarðvík var 24-29 yfir eftir fyrsta leikhluta og Dwayne Lautier sá til þess að gestirnir fóru með 50-51 stöðu inn í búningsklefa í hálfleik. Lautier skoraði síðustu stig fyrri hálfleiks af vítalínunni en leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn vildu meina að Lautier væri að floppa helst til mikið í leiknum og létu óánægju sína með það berlega í ljós. Hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá hinu í þriðja leikhluta og Valsmenn fóru með eins stigs forskot, 74-73, inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Um miðjan fjórða leikhluta náðu leikmenn Vals svo góðum kafla og Kristófer Acox kom heimamönnum tíu stigum yfir, 87-77, þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af leiknum. Njarðvík náði ekki að velgja Val almennilega undir uggum á lokakafla leiksins og niðurstaðan átta stiga sigur Vals sem hefur þar af leiðandi 12 stig og situr í fjórða sæti deildarinnar. Grindavík er á toppnum með 16 stig og Tindastóll og Keflavík koma í humátt með 14 stig hvort lið. Njarðvík, KR, ÍR og Álftanes eru svo í einum hnapp í fimmta til áttunda sæti með átta stig hvert lið. Keyshawn Woods spilaði sinn fyrsta leik í Valstreyjunni í þessum leik en hann hafði hægt um sig framan af leik og var kominn með sex stig í hálfleik. Þegar upp var staðið hafði Woods skilað 13 stigum, sex fráköstum og tveimur stoðsendingum á töfluna og frumraun hans fyrir Val bara með fínasta móti. Finnur Freyr Stefánsson var sáttur við að fá tvö stig. Vísir/Diego Finnur Freyr: Keyshawn komst vel frá þessum leik „Við náðum að herða tökin í vörninni undir lokin og það skilaði því að við lönduðum sigri. Frammistaðan var ekkert frábær en við höldum áfram að sýna ákveðinn stögugleika í spilamennsku okkar sem er jákvætt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það vantaði aðeins upp á flæðið í sóknarleiknum að þessu sinni sem er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að við erum með nýjan leikmenn í þessum leik. Keyshawn komst vel frá þessum leik og sýndi það hvað hann kemur með borðinu. Með tíð og tíma mun hann svo slípast betur inn í leik okkar,“ sagði Finnur Freyr enn fremur. „Lykilleikmenn hjá okkur eru hægt og bítandi að finna sitt besta form og mér finnst jákvæðari teikn hjá okkur með hverjum deginum sem líður. Liðið er á fínum stað miðað við árstíma og við þurfum að halda áfram að bæta okkur og safna stigum,“ sagði hann um framhaldið hjá Valsliðinu. Rúnar Ingi: Urðum kannski þreyttir undir lokin „Mér fannst uppleggið í varnarleiknum ganga vel upp allt þar til á lokamínútum leiksins. Mögulega urðu stóru póstarnir undir körfunni þá þreyttir þar sem þeir eru að spila meira sökum fjarveru Mario. Við fórum út úr skipulagi undir lokin og Valsmenn nýtti sér það til hins ítrasta,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, aðpurður um það hvað hefði skilið liðin að. „Valsmenn voru klókir og agaðir þegar á hólminn var komið og herjuðu á þá veikleika sem við sýndum þeim. Þeir fundu Kristófer á lyklinum og voru þolinmóðir í sínum aðgerðum. Á sama tíma fórum við út í einstaklingsframtök þegar við lentum sex til átta stigum undir og það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Rúnar Ingi þar að auki. „Mér fannst Julio De Assis spila vel í þessum leik og það var gott að sjá það. Við þurfum á því að halda að hann og fleiri leikmenn axli meiri ábyrgð eftir að Mario meiddist. Það var ýmislegt jákvætt sem við getum tekið með okkur í leikinn gegn Þór Þorlákshöfn en þar þurfum við hins vegar að setja upp annað varnarplan sem hentar í þann leik og spila af aga og skynsemi í 40 mínútur,“ sagði hann um komandi verkefni Njarðvíkurliðsins. Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga.Vísir/Anton Atvik leiksins Kristófer Acox gladdi augað með tveimur glæsilegum troðslum í þessum leik. Það var svo gaman að sjá félagana úr Vesturbænum, Finn Frey og Jóhannes Pál Friðriksson, rökræða um reglur leiksins og hvað þjálfarar mega og mega ekki gera á hliðarlínunni. Finnur Freyr var þá að klappa á meðan Dwayne Lautier var að taka vítaskot. Þeir kumpánar voru ekki sammála um hvort það væri heimilt eður ei. Stjörnur og skúrkar Kári Jónsson fann sig vel í þessum leik og skoraði 25 stig en fjögur af sjö þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Callum Lawson setti niður 18 stig og Kristófer Acox 16 stig. Kristófer reif þess utan niður 16 fráköst. Frank Aaron Booker negldi niður þristum á ögurstundu og smitaði frá sér með gleði sinni og stemmingu. Hjá Njarðvík var Dwayne Lautier fremstur á meðal jafningja með sín 33 stig. Julio De Assis lagði svo 21 stig í púkkinn og tók aukinheldur 12 fráköst. Veigar Páll fór vel af stað í þessum leik en það dró af honum þegar líða tók á leikinn og 15 stig var framlag hans. Njarðvík er með ansi þunnskipaðan leikmannahóp en liðið fékk fjögur stig af varamannabekknum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Jóhannes Páll Friðriksson, Davið Kristján Hreiðarsson og Bjarni Rúnar Lárusson voru ekki að bæta sér á jólakortalista margra á Hlíðarenda í kvöld en að mínu mati stóðu þeir sig með stakri prýði og geta bara farið sáttir á koddann í kvöld með sitt kvöldverk. Þeir hljóta einkunnina sjö frá mér. Ekkert upp á það að klaga. Tókust vel á við athugasemdir þeirra sem höfðu út á störf þeirra að setja og ræddu málin af yfirvegun sem er góðs viti. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn beggja liða voru mjög duglegir við það að aðstoða dómaratríóið við störf sín og einbeittu sér helst til mikið að þeirri ráðgjöf í stað þess að hvetja lið sín til dáða þar til undir lokin. Þá blésu stuðningsmenn Vals sínum leikmönnum baráttuanda í brjóst með hvatningu sinni.