Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2025 09:32 Singleton tók ekki annað í mál en að spila þremur dögum eftir krabbameinsgreiningu. Meinið hefur verið fjarlægt og hann er mættur aftur á völlinn aðeins örfáum vikum eftir aðgerð. Brooke Sutton/Getty Images Alex Singleton, leikmaður Denver Broncos í NFL-deildinni, tók ekki annað í mál en að spila með liðinu gegn Las Vegas Raiders á fimmtudegi þrátt fyrir að hafa greinst með eistnakrabbamein mánudeginum áður. Broncos unnu leikinn 10-7 þann 6. nóvember síðastliðinn og átti Singleton bókaða aðgerð daginn eftir leik eftir að hafa fengið voveifleg tíðindi örfáum dögum fyrr. „Þessi vika var tilfinningarík,“ segir Singleton í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta yrði minn síðasti leikur á ævinni. Hvernig aðgerðin myndi ganga og hvernig líkaminn myndi bregðast við meininu.“ Singleton var sérlega vel gíraður í leiknum við Raiders þann 6. nóvember síðastliðinn.AAron Ontiveroz/The Denver Post „En ég vissi að ef þetta væri minn síðasti leikur að ég myndi skilja hvern einasta dropa af blóði og svita eftir á vellinum,“ segir Singleton sem er leiðtogi í einni sterkustu vörn deildarinnar hjá Denver-liðum. Hann átti níu heppnaðar tæklingar í leiknum og degi síðar var æxlið fjarlægt. Hann fékk ekki aðeins grænt ljós á að halda ferli sínum áfram í kjölfarið heldur var hann mættur aftur á völlinn með liðsfélögum sínum á sunnudaginn síðasta – 23 dögum eftir aðgerð. Fékk fyrir hjartað Singleton hafði fengið bréf í skáp sinn á æfingasvæði Broncos merkt „trúnaðarmál“ þann 29. október. Í því bréfi stóð að hann hefði fallið á lyfjaprófi þar sem hormónið hCG hefði mælst sérlega hátt eftir leik tveimur vikum áður. „Ég hugsaði: Þetta er galið. Ég skildi ekki hvernig þetta gæti hafa gerst. Ég gúgglaði hormónið og þá kemur upp að þú þurfir annað hvort að sprauta því í þig eða þú sért með eistnakrabbamein,“ segir Singleton. „Ég fríka út, fer heim og segi konunni minni frá þessu og að ég sé ekki að taka neitt inn. Svo fer ég til læknis,“ bætir hann við. Singleton varð faðir í febrúar síðastliðnum.AAron Ontiveroz/The Denver Post Hann greindist með æxli í eista mánudaginn 3. nóvember og segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að spila leikinn fimmtudaginn eftir. „Stærsti óttinn var sá að leikurinn og ferillinn yrði tekinn af mér, og ekki á mínum eigin forsendum. Ég fór á fund með stjórnendum liðsins, við ræddum málin og niðurstaðan var að ef ég treysti mér andlega til þess fengi ég að spila,“ segir Singleton. Singleton missti aðeins af einum leik vegna veikindanna, sterkum sigri á Kansas City Chiefs þann 16. nóvember. Eins og áður segir var hann mættur aftur á völlinn á sunnudaginn var þegar Broncos unnu 27-26 sigur á Washington Commanders eftir framlengdan leik. Hann verður þá í eldlínunni þegar liðið mætir Las Vegas Raiders á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Broncos unnið níu leiki í röð. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni og er efstir í vesturriðli AFC-deildarinnar með 10 sigra og tvö töp. Allt stefnir í að Broncos vinni riðilinn í fyrsta skipti í 10 ár en Kansas City Chiefs hafa unnið hann níu ár í röð. NFL Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira
Broncos unnu leikinn 10-7 þann 6. nóvember síðastliðinn og átti Singleton bókaða aðgerð daginn eftir leik eftir að hafa fengið voveifleg tíðindi örfáum dögum fyrr. „Þessi vika var tilfinningarík,“ segir Singleton í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta yrði minn síðasti leikur á ævinni. Hvernig aðgerðin myndi ganga og hvernig líkaminn myndi bregðast við meininu.“ Singleton var sérlega vel gíraður í leiknum við Raiders þann 6. nóvember síðastliðinn.AAron Ontiveroz/The Denver Post „En ég vissi að ef þetta væri minn síðasti leikur að ég myndi skilja hvern einasta dropa af blóði og svita eftir á vellinum,“ segir Singleton sem er leiðtogi í einni sterkustu vörn deildarinnar hjá Denver-liðum. Hann átti níu heppnaðar tæklingar í leiknum og degi síðar var æxlið fjarlægt. Hann fékk ekki aðeins grænt ljós á að halda ferli sínum áfram í kjölfarið heldur var hann mættur aftur á völlinn með liðsfélögum sínum á sunnudaginn síðasta – 23 dögum eftir aðgerð. Fékk fyrir hjartað Singleton hafði fengið bréf í skáp sinn á æfingasvæði Broncos merkt „trúnaðarmál“ þann 29. október. Í því bréfi stóð að hann hefði fallið á lyfjaprófi þar sem hormónið hCG hefði mælst sérlega hátt eftir leik tveimur vikum áður. „Ég hugsaði: Þetta er galið. Ég skildi ekki hvernig þetta gæti hafa gerst. Ég gúgglaði hormónið og þá kemur upp að þú þurfir annað hvort að sprauta því í þig eða þú sért með eistnakrabbamein,“ segir Singleton. „Ég fríka út, fer heim og segi konunni minni frá þessu og að ég sé ekki að taka neitt inn. Svo fer ég til læknis,“ bætir hann við. Singleton varð faðir í febrúar síðastliðnum.AAron Ontiveroz/The Denver Post Hann greindist með æxli í eista mánudaginn 3. nóvember og segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að spila leikinn fimmtudaginn eftir. „Stærsti óttinn var sá að leikurinn og ferillinn yrði tekinn af mér, og ekki á mínum eigin forsendum. Ég fór á fund með stjórnendum liðsins, við ræddum málin og niðurstaðan var að ef ég treysti mér andlega til þess fengi ég að spila,“ segir Singleton. Singleton missti aðeins af einum leik vegna veikindanna, sterkum sigri á Kansas City Chiefs þann 16. nóvember. Eins og áður segir var hann mættur aftur á völlinn á sunnudaginn var þegar Broncos unnu 27-26 sigur á Washington Commanders eftir framlengdan leik. Hann verður þá í eldlínunni þegar liðið mætir Las Vegas Raiders á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Broncos unnið níu leiki í röð. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni og er efstir í vesturriðli AFC-deildarinnar með 10 sigra og tvö töp. Allt stefnir í að Broncos vinni riðilinn í fyrsta skipti í 10 ár en Kansas City Chiefs hafa unnið hann níu ár í röð.
NFL Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira