Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2025 12:00 Chris Paul hefur spilað sinn síðasta leik fyrir LA Clippers. Getty/Katelyn Mulcahy Chris Paul hefur spilað sinn síðasta leik fyrir LA Clippers, eftir að hafa snúið aftur til félagsins síðasta sumar. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en í yfirlýsingu frá stjórnanda félagsins segir að Paul sé goðsögn í sögu þess og að enginn kenni honum um hvernig leiktíðin hafi gengið. „Var að frétta að ég verð sendur heim,“ skrifaði Paul á samfélagsmiðla í nótt og bætti við friðarmerki. Hann var á ferðalagi með Clippers sem spilar á útivelli gegn Atlanta Hawks í kvöld. Brotthvarf hans hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Chris Paul, a future Hall of Famer I expected to be the first Clipper to get his jersey retired one day, getting sent home at this stage is one of the most astonishing things I’ve seen covering this league.— Marc J. Spears (@MarcJSpears) December 3, 2025 Clippers hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum, átta af síðustu níu, og alls sextán af 21 leik. Liðið er næstneðst í vesturdeildinni sem var talið óhugsandi fyrir tímabilið. Í hópnum eru gæðaleikmenn sem vissulega eru aðeins farnir að eldast, eins og James Harden og Kawhi Leonard, en enginn bjóst við þessu hruni Clippers sem nú hefur ákveðið að losa sig við hinn fertuga Paul, eða CP3. Blake Griffin wanted to retire a Clipper. Seven months after signing a five-year, $171 million deal to stay in L.A., the Clippers traded him to Detroit.Chris Paul wanted to retire a Clipper. Five months after coming home, the Clippers released him in the middle of the night. pic.twitter.com/PciyObKLnP— Arash Markazi (@ArashMarkazi) December 3, 2025 Hann er á sinni 21. leiktíð í NBA en hefur gefið sterklega til kynna að þetta sé sú síðasta. Hann hefur tólf sinnum spilað stjörnuleikinn, tvisvar unið gull á Ólympíuleikum, og fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NBA. Þá er hann næstefstur á lista yfir flestar stoðsendingar frá upphafi í deildinni, með 12.552, og sá fyrsti sem nær að bæði skora 20.000 stig og gefa 10.000 stoðsendingar. Segir vandræðin ekki Paul að kenna Hann lét ljós sitt skína með Clippers á árunum 2011-2017 en hafði svo verið hjá fimm öðrum félögum áður en hann kom aftur til Clippers síðasta sumar. „Nú skilja leiðir hjá okkur og Chris og hann verður ekki meira með liðinu. Við vinnum með honum að því að finna næsta skref á ferlinum. Chris er goðsögn hjá Clippers og með sögulega ferilskrá,“ sagði Lawrence Frank, stjórnandi hjá Clippers, í yfirlýsingu. „Ég vil að eitt sé alveg á hreinu. Það kennir enginn Chris um hve langt frá okkar besta við höfum verið. Ég tek ábyrgðina á stöðunni. Það eru margar ástæður fyrir okkar vandræðum. Við erum þakklát fyrir þau áhrif sem Chris hefur haft á félagið,“ sagði þar einnig. NBA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en í yfirlýsingu frá stjórnanda félagsins segir að Paul sé goðsögn í sögu þess og að enginn kenni honum um hvernig leiktíðin hafi gengið. „Var að frétta að ég verð sendur heim,“ skrifaði Paul á samfélagsmiðla í nótt og bætti við friðarmerki. Hann var á ferðalagi með Clippers sem spilar á útivelli gegn Atlanta Hawks í kvöld. Brotthvarf hans hefur skiljanlega vakið mikla athygli. Chris Paul, a future Hall of Famer I expected to be the first Clipper to get his jersey retired one day, getting sent home at this stage is one of the most astonishing things I’ve seen covering this league.— Marc J. Spears (@MarcJSpears) December 3, 2025 Clippers hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum, átta af síðustu níu, og alls sextán af 21 leik. Liðið er næstneðst í vesturdeildinni sem var talið óhugsandi fyrir tímabilið. Í hópnum eru gæðaleikmenn sem vissulega eru aðeins farnir að eldast, eins og James Harden og Kawhi Leonard, en enginn bjóst við þessu hruni Clippers sem nú hefur ákveðið að losa sig við hinn fertuga Paul, eða CP3. Blake Griffin wanted to retire a Clipper. Seven months after signing a five-year, $171 million deal to stay in L.A., the Clippers traded him to Detroit.Chris Paul wanted to retire a Clipper. Five months after coming home, the Clippers released him in the middle of the night. pic.twitter.com/PciyObKLnP— Arash Markazi (@ArashMarkazi) December 3, 2025 Hann er á sinni 21. leiktíð í NBA en hefur gefið sterklega til kynna að þetta sé sú síðasta. Hann hefur tólf sinnum spilað stjörnuleikinn, tvisvar unið gull á Ólympíuleikum, og fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NBA. Þá er hann næstefstur á lista yfir flestar stoðsendingar frá upphafi í deildinni, með 12.552, og sá fyrsti sem nær að bæði skora 20.000 stig og gefa 10.000 stoðsendingar. Segir vandræðin ekki Paul að kenna Hann lét ljós sitt skína með Clippers á árunum 2011-2017 en hafði svo verið hjá fimm öðrum félögum áður en hann kom aftur til Clippers síðasta sumar. „Nú skilja leiðir hjá okkur og Chris og hann verður ekki meira með liðinu. Við vinnum með honum að því að finna næsta skref á ferlinum. Chris er goðsögn hjá Clippers og með sögulega ferilskrá,“ sagði Lawrence Frank, stjórnandi hjá Clippers, í yfirlýsingu. „Ég vil að eitt sé alveg á hreinu. Það kennir enginn Chris um hve langt frá okkar besta við höfum verið. Ég tek ábyrgðina á stöðunni. Það eru margar ástæður fyrir okkar vandræðum. Við erum þakklát fyrir þau áhrif sem Chris hefur haft á félagið,“ sagði þar einnig.
NBA Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira