Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 21:40 Sam Altman, forstjóri OpenAI. AP/Jose Luis Magana Sam Altman, forstjóri OpenAI, fyrirtækisins sem er hvað þekktast fyrir ChatGPT mállíkanið sagði starfsmönnum sínum í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að hringja viðvörunarbjöllum þar. Búið væri að lýsa yfir neyðarástandi og er það vegna aukinnar samkeppni frá öðrum fyrirtækjum á sviði gervigreindar, sérstaklega vegna samkeppni frá Google. Google opinberaði í síðasta mánuði nýja útgáfu af mállíkaninu Gemini og þykir það betra en ChatGPT á nokkrum sviðum. Í minnisblaði sem Altman sendi starfsmönnum í gær og blaðamenn Wall Street Journal hafa komið höndum yfir segir forstjórinn að bæta þurfi gervigreind OpenAI hið snarasta. Jafnvel þó það komi niður á öðrum vörum fyrirtækisins. Nefndi hann meðal annars að bæta þurfi upplifun notenda af ChatGPT og bæta það hvernig mállíkanið bregst við hverjum notanda á sinn hátt. Einnig þurfi að auka hraða gervigreindarinnar og áreiðanleika og gera henni kleift að svara fleiri spurningum. OpenAI gaf nýverið út eigin vefvafra sem kallast Atlas og á að nota hann í samkeppni við Google, sem rekur vafrann Chrome, sem er mest notaði vafri í heimi. Notendum fjölgar hratt Að undanförnu virðist sem önnur fyrirtæki hafi saxað verulega á forskot OpenAI á sviði gervigreindar. Þar þykir Google hafa náð sérstaklega miklum árangri en notendum Gemini hefur fjölgað hratt frá því í sumar. Frá Google bárust nýverið þær fregnir að reglulegum notendum hefði fjölgað úr 450 milljónum í júlí í 650 milljónir í október. OpenAI stendur einnig frammi fyrir mikilli samkeppni við fyrirtæki sem kallast Anthropic og á gervigreindina Claude. Notendum þeirra hefur einnig fjölgað töluvert. Notendur OpenAI eru sagðir vera um 800 milljónir á viku. Eins og fram kemur í frétt WSJ er OpenAI ekki rekið með hagnaði og þurfa forsvarsmenn fyrirtækisins sífellt að leita á náðir fjárfesta til að halda rekstri áfram. Tæknirisinn Google er ekki í sambærilegum aðstæðum. Þá hafa forsvarsmenn OpenAI skuldbundið fyrirtækið til umfangsmikilla fjárfestinga í innviðum eins og gagnaverum til langs tíma og gæti þessi aukna samkeppni hægt á áætlunum fyrirtækisins um að skila hagnaði. Samkvæmt áætlunum OpenAI þurfa tekjur fyrirtækisins að ná um 200 milljörðum á næstu árum, eigi fyrirtækið að skila hagnaði árið 2030. Gervigreind Bandaríkin Tækni Google Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Google opinberaði í síðasta mánuði nýja útgáfu af mállíkaninu Gemini og þykir það betra en ChatGPT á nokkrum sviðum. Í minnisblaði sem Altman sendi starfsmönnum í gær og blaðamenn Wall Street Journal hafa komið höndum yfir segir forstjórinn að bæta þurfi gervigreind OpenAI hið snarasta. Jafnvel þó það komi niður á öðrum vörum fyrirtækisins. Nefndi hann meðal annars að bæta þurfi upplifun notenda af ChatGPT og bæta það hvernig mállíkanið bregst við hverjum notanda á sinn hátt. Einnig þurfi að auka hraða gervigreindarinnar og áreiðanleika og gera henni kleift að svara fleiri spurningum. OpenAI gaf nýverið út eigin vefvafra sem kallast Atlas og á að nota hann í samkeppni við Google, sem rekur vafrann Chrome, sem er mest notaði vafri í heimi. Notendum fjölgar hratt Að undanförnu virðist sem önnur fyrirtæki hafi saxað verulega á forskot OpenAI á sviði gervigreindar. Þar þykir Google hafa náð sérstaklega miklum árangri en notendum Gemini hefur fjölgað hratt frá því í sumar. Frá Google bárust nýverið þær fregnir að reglulegum notendum hefði fjölgað úr 450 milljónum í júlí í 650 milljónir í október. OpenAI stendur einnig frammi fyrir mikilli samkeppni við fyrirtæki sem kallast Anthropic og á gervigreindina Claude. Notendum þeirra hefur einnig fjölgað töluvert. Notendur OpenAI eru sagðir vera um 800 milljónir á viku. Eins og fram kemur í frétt WSJ er OpenAI ekki rekið með hagnaði og þurfa forsvarsmenn fyrirtækisins sífellt að leita á náðir fjárfesta til að halda rekstri áfram. Tæknirisinn Google er ekki í sambærilegum aðstæðum. Þá hafa forsvarsmenn OpenAI skuldbundið fyrirtækið til umfangsmikilla fjárfestinga í innviðum eins og gagnaverum til langs tíma og gæti þessi aukna samkeppni hægt á áætlunum fyrirtækisins um að skila hagnaði. Samkvæmt áætlunum OpenAI þurfa tekjur fyrirtækisins að ná um 200 milljörðum á næstu árum, eigi fyrirtækið að skila hagnaði árið 2030.
Gervigreind Bandaríkin Tækni Google Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira