Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Það varð allt gjörsamlega vitlaust í leikslok og dómarinn þurfti að veifa rauðum spjöldum hægri og vinstri. @gazzettadellosport Fótboltamenn geta verið afar blóðheitir í Suður-Ameríku en ótrúleg atburðarás varð á knattspyrnuleik í Bólivíu á dögunum. Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu. Bólivía Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Gríðarleg slagsmál urðu eftir leik og dómarinn endaði á því að gefa sautján rauð spjöld. Real Oruro og Blooming mættust í átta liða úrslitum bólivísku bikarkeppninnar í leik sem endaði með ótrúlegum slagsmálum og því að lögreglan þurfti að grípa inn í til að koma á ró. Hún beitti bæði táragasi og piparúða. Jafntefli dugði Club Blooming tryggði sér sæti í undanúrslitum Bólivíubikarsins í vikunni með 4-3 samanlögðum sigri á Real Oruro, sem einnig leikur í efstu deild Bólivíu. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1 tryggði Blooming sér sæti í undanúrslitum með 2-2 jafntefli, þótt lið Mauricio Soria hafi ekki getað fagnað á vellinum eftir leikslok. Þess í stað sauð upp úr milli leikmanna beggja liða og ofbeldisfull slagsmál skyggðu á bikarleikinn þar sem starfsmenn og leikmenn slógust. Samkvæmt bólivíska miðlinum El Potosi hófst allt þegar nokkrir leikmenn Blooming þurftu að halda aftur af Sebastian Zeballos úr Real Oruro, sem endaði með að allt fór í bál og brand eins og má sjá með því að smella hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sagt er að liðsfélagi Zeballos, Julio Vila, hafi þá slegið frá sér og þannig komið af stað fjöldaslagsmálum. Þjálfari Oruro, Marcelo Robledo, féll í jörðina eftir að annar þjálfari réðst að honum. Robledo var að sögn fluttur á sjúkrahús með axlarmeiðsli og höfuðhögg. Tuttugu lögreglumenn Eins og sjá má á myndskeiðinu með því að smella hér fyrir ofan þá þurfti hópur tuttugu lögreglumanna að grípa inn í og beita táragasi til að stöðva ofbeldið. Að lokum tókst Soria að koma leikmönnum Blooming inn í búningsklefa. Alls gaf dómarinn sautján rauð spjöld eftir leikslok, þar af fengu sjö leikmenn Blooming spjald og fjórir leikmenn Oruro. Starfsmenn beggja liða fengu einnig rautt spjald. Leikmenn Blooming, Gabriel Valverde, Richet Gomez, Roberto Melgar, Franco Posse, Cesar Romero og Luis Suarez, fengu allir spjald fyrir ofbeldisfulla hegðun og munu missa af restinni af Bólivíubikarnum. Starfsmaður kinnbeinsbrotnaði Julio Vila, sem sagður er einn þeirra leikmanna sem hófu slagsmálin, fékk rautt spjald fyrir Oruro ásamt liðsfélögum sínum Raul Gomez, Yerco Vallejos og Eduardo Alvarez. Í frétt frá bólivíska miðlinum Vision360 kemur fram að starfsmaður frá Blooming hafi kinnbeinsbrotnað í ólátunum. Frekari refsingar gætu verið ákveðnar eftir að dómarinn Renán Castillo sendir skýrslu til aganefndar íþróttamála í Bólivíu.
Bólivía Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu