Lífið

Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endur­nýta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórunn er snillingur á sínu sviði.
Þórunn er snillingur á sínu sviði.

Slaufuæði er allsráðandi í jóla og aðventuskreytingum ársins. Einn þekktasti og vinsælasti stílisti landsins Þórunn Högnadóttir gerir alltaf ævintýralegar skreytingar. Og hún er þekkt fyrir að nota óvenjulega hluti sem grunn í sínar fjölbreyttu skreytingar.

Oft eru endurnýttir hlutir í aðalhlutverki hjá Þórunni þar sem hún endurnýtir ódýra einfalda hluti heimilisins og setur þá í nýtt hlutverk og gerir skemmtilegar og flottar skreytingar fyrir nærri engan kostnað sem er algjör snilld. Þórunn sýnir okkur að þessu sinni nýjustu tískuna í aðventu og jólaskreytingum með snilldar lausnum sem hægt er að gera sjálfur og sem koma margar á óvart. Vala Matt heimsótti Þórunni í Íslandi í dag og skoðaði nýjustu tískuna í skreytingunum fyrir jólin.

„Ég er búin að vera að sanka að mér gömlum glerkrukkum og alls konar utan af pastasósum, pestói og súpu og öðru í alls konar stærðum og gerðum,“ segir Þórunn sem notar það fyrir jólaskreytingar.

„Ég hef sést með stóran kassa sem ég bara geymi hérna niðri í geymslu og ég hef verið að nota þetta líka bara fyrir veislur, útskriftarveisluna fyrr í sumar. Það sem ég geri núna er að ég breyti þeim og geri þær örlítið jólalegri.“

Hér að neðan má sjá innslagið í Íslandi í dag í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.