Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2025 10:32 Verón var frambærilegur leikmaður á sínum tíma og átti frábæran feril í Evrópu, sem og í heimalandinu. Hann var forseti Estudiantes frá 2014 til 2020 og tók aftur við embætti í apríl í fyrra. Nú má hann ekki skipta sér af fótbolta næsta hálfa árið. Marcos Brindicci/Getty Images Forráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins var lítið skemmt þegar leikmenn Estudiantes de la Plata þar í landi neituðu að standa heiðursvörð um nýkrýnda meistara Rosario Central. Rosario fékk afhentan nýjan meistaratitil með skömmum fyrirvara. Umdeilt argentínskt knattspyrnusamband, AFA, hefur mikið hreyft við flóknu mótakerfi landsins á undanförnum árum. Athygli vakti til að mynda þegar sögufrægt lið River Plate féll úr efstu deild en reglubreytingar eftir fallið gerðu að verkum að liðið hélt sæti sínum vegna árangurs áranna á undan. Fyrir viku síðan var Rosario Central afhentur argentínskur meistaratitill fyrir bestan samanlagðan árangur í tvískiptri deildinni - sem skiptist í Apetura-deildina fyrri hluta árs og Clausura-deildina síðari hlutann. Aldrei áður hefur titillinn verið afhentur og ákvörðunin að útnefna Rosario sem besta lið landsins með skömmum fyrirvara á miðju tímabili vakti hörð viðbrögð víða um Argentínu. Að deildarhluta Clausura loknum tekur við úrslitakeppni milli efstu liða deildarinnar. Rosario mætti Estudiantes í 16-liða úrslitum í vikunni þar sem argentínska knattspyrnusambandið skyldaði leikmenn Estudiantes til að standa heiðursvörð um nýja meistara landsins. Leikmenn Estudiantes snúa baki í leikmenn Central við heiðursvörðinn.Mynd/X Leikmenn síðarnefnda liðsins stóðu téðan heiðursvörð en sneru baki í leikmenn Rosario er þeir gengu til vallar til að mótmæla aðgerðum knattspyrnusambandsins. Hæstráðendur þar tóku ekki vel í athæfið. Juan Sebástian Verón, sem átti glæstan feril sem leikmaður með argentínska landsliðinu auk Lazio, Inter Milan og Manchester United á meðal annarra, er forseti uppeldisfélagsins Estudiantes. Hann var dæmdur í hálfs árs bann frá afskiptum af knattspyrnu. Allir leikmenn liðsins voru þá dæmdir í tveggja leikja bann af AFA sem þeir þurfa að taka út á næstu leiktíð. Þeim leikjum verður dreift yfir tímabilið svo ekki séu allir í banni samtímis. Estudiantes vann leikinn við Rosario og komst þannig í 8-liða úrslit Clausura. Liðið mætir Central Cordoba annað kvöld, þar sem Verón verður fjarverandi í stúkunni. Argentína Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjá meira
Umdeilt argentínskt knattspyrnusamband, AFA, hefur mikið hreyft við flóknu mótakerfi landsins á undanförnum árum. Athygli vakti til að mynda þegar sögufrægt lið River Plate féll úr efstu deild en reglubreytingar eftir fallið gerðu að verkum að liðið hélt sæti sínum vegna árangurs áranna á undan. Fyrir viku síðan var Rosario Central afhentur argentínskur meistaratitill fyrir bestan samanlagðan árangur í tvískiptri deildinni - sem skiptist í Apetura-deildina fyrri hluta árs og Clausura-deildina síðari hlutann. Aldrei áður hefur titillinn verið afhentur og ákvörðunin að útnefna Rosario sem besta lið landsins með skömmum fyrirvara á miðju tímabili vakti hörð viðbrögð víða um Argentínu. Að deildarhluta Clausura loknum tekur við úrslitakeppni milli efstu liða deildarinnar. Rosario mætti Estudiantes í 16-liða úrslitum í vikunni þar sem argentínska knattspyrnusambandið skyldaði leikmenn Estudiantes til að standa heiðursvörð um nýja meistara landsins. Leikmenn Estudiantes snúa baki í leikmenn Central við heiðursvörðinn.Mynd/X Leikmenn síðarnefnda liðsins stóðu téðan heiðursvörð en sneru baki í leikmenn Rosario er þeir gengu til vallar til að mótmæla aðgerðum knattspyrnusambandsins. Hæstráðendur þar tóku ekki vel í athæfið. Juan Sebástian Verón, sem átti glæstan feril sem leikmaður með argentínska landsliðinu auk Lazio, Inter Milan og Manchester United á meðal annarra, er forseti uppeldisfélagsins Estudiantes. Hann var dæmdur í hálfs árs bann frá afskiptum af knattspyrnu. Allir leikmenn liðsins voru þá dæmdir í tveggja leikja bann af AFA sem þeir þurfa að taka út á næstu leiktíð. Þeim leikjum verður dreift yfir tímabilið svo ekki séu allir í banni samtímis. Estudiantes vann leikinn við Rosario og komst þannig í 8-liða úrslit Clausura. Liðið mætir Central Cordoba annað kvöld, þar sem Verón verður fjarverandi í stúkunni.
Argentína Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjá meira