Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 17:31 Leikmenn FCK fagna sigri á Kairat Almaty en markvörður Dominik Kotarski er ekki beint upplitsdjarfur. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Viktor Bjarki Daðason skoraði í fyrsta sigri FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili í gærkvöldu en þetta var ekki gott kvöld fyrir alla leikmenn danska liðsins. Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn)
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu