Fótbolti

Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Viktor Bjarki Daðason á ferðinni gegn Kairat á Parken í gær, þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Viktor Bjarki Daðason á ferðinni gegn Kairat á Parken í gær, þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins. EPA/Ida Marie Odgaard

Það var nóg af mörkum á mögnuðu kvöldi í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og má sjá þau á Vísi. Kylian Mbappé skoraði fernu, Vitinha þrennu og Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækurnar.

Arsenal er eina liðið með fullt hús stiga eftir frábæran 3-1 sigur gegn Bayern München á heimavelli. Mark Bayern er það eina sem Arsenal hefur fengið á sig, í fyrstu fimm umferðunum.

Liverpool er aftur á móti líkt og statt í martröð og tapaði 4-1 á heimavelli gegn PSV Eindhoven.

Vitinha skoraði glæsimark og samtals þrjú í 5-3 sigri PSG gegn Tottenham, Kylian Mbappé gerði fernu í 4-3 útisigri Real Madrid gegn Olypmiacos, og Atlético Madrid varð fyrst liða til að taka stig gegn Inter með 2-1 sigri á Spáni.

Þá varð Viktor Bjarki yngstur í sögunni til að skora tvö mörk í Meistaradeildinni og sló met Lamine Yamal. Hann tryllti Parken með fyrsta markinu í 3-2 sigri gegn Kairat frá Kasakstan, eftir að hafa áður skorað þar gegn Dortmund í haust.

Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×