Körfubolti

„Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fót­boltanum?“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson og Teitur Örlygsson höfðu gaman af myndbandinu með erlendu leikmönnum deildarinnar.
Hlynur Bæringsson og Teitur Örlygsson höfðu gaman af myndbandinu með erlendu leikmönnum deildarinnar. Sýn Sport

Bónus-deild karla í körfubolta er í landsleikjahléi og því er gott tækifæri til að læra að bera fram nöfnin á erlendu stjórnum deildarinnar.

Stefán Árni Pálsson sleppti öllum milliliðum og fékk margar af erlendu stjörnum Bónusdeildarinnar til að segja okkur hvernig á að bera fram nöfnin þeirra

„Það eru mjög flottir leikmenn í þessari deild sem heita fullt af nöfnum. Þeir eru nýir og af erlendu bergi brotnir. Ég er búinn að fá þá til að senda mér hvernig á að segja nafnið þeirra. Ég ætla að sýna ykkur það núna og þessum tveimur herramönnum,“ sagði Stefán Árni og vísaði til sérfræðinganna sinna í þættinum sem voru Teitur Örlygsson og Hlynur Bæringsson.

„Strákar, þetta var skemmtilegt,“ sagði Stefán en hann kallaði sérstaklega eftir því að heyra aftur í Keflvíkingnum Craig Edward Moller.

„Mig langar að fá aftur Craig Moller. Getum við sett aftur Craig Moller í loftið því þessi hreimur,“ sagði Stefán

„Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum,“ sagði Teitur Örlygsson. „Senda þetta á Gumma,“ bætti Teitur við.

Það má sjá þessa samantekt á framburði nafna nýju erlendu leikmannanna í Bónusdeild karla hér fyrir neðan en eins þegar Stefán Árni bauð síðan upp á keppni milli Hlyns og Teits í að bera fram nokkur af þessum nöfnum.

Klippa: Körfuboltakvöld: Framburður á erlendum leikmönnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×