Lífið

Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Ben gerir þessa sósu nánast í hverjum þætti.
Gummi Ben gerir þessa sósu nánast í hverjum þætti.

Gummi Ben og Eva Laufey brettu upp ermar á dögunum og hentu í ítalska matarveislu fyrir þrjú hundruð manns.

Ísland í dag fylgdist með og fékk Sindri Sindrason að vera fluga á vegg í ferlinum.

Sindri ræddi við þau Gumma og Evu um sjöttu þáttaröðina af Ísskápastríðinu á meðan hann fylgdist með eldamennskunni en þættirnir eru sýndir á Sýn+.

Í eftirrétt var Skyr-eftirréttur sem Eva er sérfræðingur í. En til að toppa eftirréttinn sauð Gummi að sjálfsögðu sósuna frægu sem hann gerir nánast alltaf í hverjum einasta þætti, Dumble-sósuna. 

Í aðalrétt var ítalskur pastaréttur sem var einstaklega ljúffengur eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.