„Ég heillast af hættunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Eyrún Lydía fríkafaði fyrir einstaka myndatöku. Aðsend „Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi. Eyrún Lydía hefur komið víða við og birtust myndir frá henni meðal annars hjá virta tískutímaritinu Vogue í fyrra. Blaðamaður ræddi við hana um starfið. View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Ákvað að gefa Íslandi annan séns „Ég byrjaði að taka myndir í kringum 2016 þegar ég var nýbyrjuð sem leiðsögumaður og upplifði Ísland allt í einu með nýjum augum. Ég lærði jöklaleiðsögn á þessum tíma og upplifði það að vera á jöklum í fyrsta skipti,“ segir Eyrún Lydía og líf hennar breyttist í kjölfarið. View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) „Mig hafði lengi langað til að flytja erlendis og ég ætlaði bara vinna til að safna mér pening og flytja út. En þarna voru ákveðin kaflaskipti. Ég ákvað að gefa Íslandi annan séns. Ég hafði ferðast um allan heim, en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er.“ Eins og nýr heimur hefði opnast Hún segist alltaf hafa verið með símann á lofti en á endanum dugði það ekki, hana langaði að geta tekið betri og fallegri myndir, í betri gæðum líka. „Þannig ég keypti mína fyrstu alvöru myndavél og það var eins og nýr heimur hefði opnast. Þar byrjaði ljósmynda ævintýrið mitt fyrir alvöru. Ég er allavega enn þá á Íslandi í dag með myndavélina á lofti og finnst eins og ég sé á réttri braut í lífinu.“ Eyrún er alltaf með myndavélina á lofti og tók þessa trylltu mynd.Eyrún Lydía Tvær ástríður í eitt Eyrún Lydía er það sem kallast ævintýraljósmyndari og segist í upphafi sérstaklega hafa sótt í það að eyða tíma utandyra og taka myndir af því sem hún sá. „Ég þurfti ekki meira, ég var svo ánægð. Svo það þróaðist einhvern veginn og ég fór að blanda saman mínum tveim ástríðum, útivist og sportinu sem því fylgir og því að fanga eitthvað spennandi. Ég er stöðugt á ferðinni, oft í krefjandi aðstæðum, til að ná augnablikum sem fólk sér sjaldan.“ View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Innblásturinn kemur fyrst og fremst til hennar frá jöklunum, síbreytilegu íslensku veðráttunni og landslagi sem getur bæði heillað og ógnað. „Sem jöklaleiðsögumaður fæ ég að sjá náttúruna frá sjónarhorni sem fæstir upplifa, djúpt inn á ísnum, í breyttum aðstæðum og á stöðum sem krefjast reynslu, þekkingar og öryggis. Mér finnst svo gaman að taka myndir af til dæmis ísklifurmanni að klifra upp á ísjaka á frosnu jökullóni þar sem ég er hangandi í línu sjálf. Eða af hnúfubak þar sem ég þurfti að fríkafa til að ná mynd af honum. Ég heillast af hættunni, það er eitthvað svo fallegt við hana.“ Vill fá fólk til að finna ævintýraþrá Þegar allt kemur til alls segir hún að þetta snúist um að fanga tilfinninguna. „Hvort sem það sé kraftinn í jöklunum, kyrrðina í náttúrunni eða mannlegu upplifunina í þessum aðstæðum. Það fær fólk til spyrja mig: Varstu ekki hrædd? sem er einmitt það sem ég er að reyna ná fram. Að segja sögur úr náttúrunni á þann hátt sem fær fólk til að finna fyrir ævintýraþránni sjálft, það er ævintýraljósmyndun fyrir mér.“ Eyrún ævintýraljósmyndari tók þessa mynd í Davíðsgjá.Eyrún Lydía Sturlað að hafa verið í Vogue Aðspurð hvernig það kom til að hún hafi fengið myndir sínar birtar í Vogue segir Eyrún Lydía að minnstu hafi munað að hún hefði misst af tækifærinu. „Þau höfðu samband við mig, ég hélt fyrst þetta væri nú bara einhver ruslpóstur en er afskaplega ánægð í dag ég hafi ekki hent honum, segir hún og hlær. Einhver hjá Vogue hafði fundið myndirnar mínar á Instagram og þau langaði að birta þær ásamt því að taka viðtal við mig og sýna myndir af Íslandi. Ég hélt þetta yrði bara ein blaðsíða og var bara spennt fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Þegar hún fékk blaðið í hendurnar voru þetta tvær ef ekki þrjár opnur. „Ég er enn þá í dag í sjokki yfir þessu öllu saman en þetta var í fyrsta skipti sem myndirnar mínar komu út á prenti. Þetta er eitt af þessum tímaritum sem mér bara datt aldrei í hug að vera í og var ekki á bucket-listanum mínum en ég er svo ánægð að geta sagt: Ég var í Vogue.“ Eitthvað sem hefði aldrei verið gert Fríköfunarmyndatakan sem Eyrún lauk nýverið við var meðal hennar stærstu verkefna. „Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi, taka mynd af jöklunum á Íslandi á annan hátt og gera eitthvað sem hafði ekki verið gert áður. Ég man eftir þessum lónum, inn í sprungum upp á jöklinum, sem koma og fara á vorin og sumrin eftir því sem jökullinn bráðnar og hlýnar í veðri. Þau myndast jafn hratt og þau hverfa. Mig langaði þess vegna að prófa fara ofan og fríkafa í þetta lón og sjá hvernig það liti út. Þannig byrjaði hugmyndin og þá fór boltinn að rúlla.“ View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Henni fannst þó ekki nóg að fara bara þarna ofan í og taka mynd. „Þá myndi fólk ekki alveg skilja hvað ég væri í rauninni að gera og hversu mikil vinna væri á bak við þetta allt saman. Ég þyrfti að finna eitthvað módel sem væri jafn klikkað og ég að fara þarna ofan í með mér og fríkafa.“ Heimildarmynd í kringum verkefnið Hún segir að það hafi ekki verið erfitt að sannfæra Adam Scanlon vin hennar að vera módelið. „Þá datt mér í hug að það væri náttúrulega best að gera bara smá heimildarmynd í kringum þetta allt saman, til að sýna fólki virkilega hvernig þetta allt var. Vinur minn Fabiano Latham er alltaf til í ævintýri og gerir svo tryllt myndbönd að mér fannst hann alveg fullkominn í þetta verkefni. Sony Nordic fékk á endanum áhuga á að vera partur af þessu verkefni þar sem ég tek allar myndirnar mínar á Sony. Mér fannst það virkilega gaman.“ Hér má sjá myndbandið: Öryggið lang mikilvægast Það tók Eyrúnu Lydíu rúmt ár að skipuleggja þetta allt saman. „Það tók tíma að finna rétta teymið, réttar aðstæður, réttan búnað og fá leyfi til að gera þetta á öruggan, faglegan og skapandi hátt. Tímasetning og veðurspá skiptir líka gríðarlega miklu máli. Við vissum í rauninni ekkert hvað við værum að fara út í.“ Mikilvægasti þátturinn var að sögn Eyrúnar Lydíu öryggi. „Ég þurfti að treysta á reynsluna mína á jöklum, að meta hvort lónið væri stöðugt og hvernig aðstæður gætu breyst hratt. Þegar ég er ofan í er lítið sem ég get hugsað um annað en að mynda. Ég vissi því að ég þyrfti að hafa einhvern til að sjá um köfunaröryggið okkar og fylgjast með því hvort lónið væri að tæma sig á meðan við værum í því. Annar þurfti að fylgjast með örygginu upp á jökli, svo að allt væri eins öruggt og hægt væri.“ Mikilvægar æfingar Þá gat hún verið aðeins rólegri og einbeitt sér að því sem hún gerir best. „Ég fékk vini mína og gamla vinnufélaga, með margra ára reynslu í þessum geira í það verkefni. Ég er ekki góður fríkafari og vildi því æfa mig fyrir þetta. Ég og Adam tókum æfingu í Davíðsgjá í janúar þar sem við fengum beint í æð hvernig þetta yrði, að ég hélt. Að klæða sig í búnaðinn úti, synda í ísköldu jökulvatni og versti parturinn var að fara upp úr og fara úr þessu öllu saman. Þar gat ég líka fylgst með hvernig myndavélin var í þessum kulda. Ég hef aldrei farið með myndavélina mína í svona kaldar aðstæður.“ Eyrún Lydía segist aldrei hafa farið með myndavélina í annan eins kulda.Aðsend Munaði miklu að hafa kajak á kantinum Þegar þau loksins fundu rétta lónið var aðal hausverkurinn að koma öllum búnaðinum þangað. „Öllum fríköfunarbúnaðinum, blautbúningum, jöklabúnaði og myndavéladóti. Það tók um klukkutíma að ganga að jöklinum og svo rúmt korter á jökli til að komast að lóninu. Við ákváðum því að einn færi á kajak með þyngstu hlutina til að ferja þá yfir að jökulrótum. Það munaði heilmiklu.“ Ferskur vinkill á íslenska náttúru Þegar uppi er staðið getur Eyrún Lydía varla lýst því hversu góð tilfinningin er að hafa náð þessu draumaverkefni. „Ég var búin að ímynda mér þetta svo allt of lengi og hafði ekki hugmynd hver útkoman yrði. Ég er svo ótrúlega ánægð með þessar myndir. Þær eru kannski ekki fyrir alla en þær skipta mig svo miklu máli. Þetta er ákveðinn persónulegur sigur. Ég trúi því eiginlega ekki enn þá að þetta hafi heppnast. Það er svo gaman að sjá að það er enn hægt að skapa eitthvað nýtt. Að finna ferskan vinkil á íslensku náttúruna, eitthvað sem enginn hefur gert áður. Það sem stendur upp að sögn Eyrúnar er fyrst og fremst er hversu vel teymið vann saman og hvað þau náðum að gera þetta vel og vandlega. „Ég er svo þakklát öllum sem komu að þessu verkefni, að hjálpa mér að gera þennan klikkaða draum minn að veruleika,“ segir hún brosandi að lokum. Ljósmyndun Jöklar á Íslandi Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Eyrún Lydía hefur komið víða við og birtust myndir frá henni meðal annars hjá virta tískutímaritinu Vogue í fyrra. Blaðamaður ræddi við hana um starfið. View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Ákvað að gefa Íslandi annan séns „Ég byrjaði að taka myndir í kringum 2016 þegar ég var nýbyrjuð sem leiðsögumaður og upplifði Ísland allt í einu með nýjum augum. Ég lærði jöklaleiðsögn á þessum tíma og upplifði það að vera á jöklum í fyrsta skipti,“ segir Eyrún Lydía og líf hennar breyttist í kjölfarið. View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) „Mig hafði lengi langað til að flytja erlendis og ég ætlaði bara vinna til að safna mér pening og flytja út. En þarna voru ákveðin kaflaskipti. Ég ákvað að gefa Íslandi annan séns. Ég hafði ferðast um allan heim, en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er.“ Eins og nýr heimur hefði opnast Hún segist alltaf hafa verið með símann á lofti en á endanum dugði það ekki, hana langaði að geta tekið betri og fallegri myndir, í betri gæðum líka. „Þannig ég keypti mína fyrstu alvöru myndavél og það var eins og nýr heimur hefði opnast. Þar byrjaði ljósmynda ævintýrið mitt fyrir alvöru. Ég er allavega enn þá á Íslandi í dag með myndavélina á lofti og finnst eins og ég sé á réttri braut í lífinu.“ Eyrún er alltaf með myndavélina á lofti og tók þessa trylltu mynd.Eyrún Lydía Tvær ástríður í eitt Eyrún Lydía er það sem kallast ævintýraljósmyndari og segist í upphafi sérstaklega hafa sótt í það að eyða tíma utandyra og taka myndir af því sem hún sá. „Ég þurfti ekki meira, ég var svo ánægð. Svo það þróaðist einhvern veginn og ég fór að blanda saman mínum tveim ástríðum, útivist og sportinu sem því fylgir og því að fanga eitthvað spennandi. Ég er stöðugt á ferðinni, oft í krefjandi aðstæðum, til að ná augnablikum sem fólk sér sjaldan.“ View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Innblásturinn kemur fyrst og fremst til hennar frá jöklunum, síbreytilegu íslensku veðráttunni og landslagi sem getur bæði heillað og ógnað. „Sem jöklaleiðsögumaður fæ ég að sjá náttúruna frá sjónarhorni sem fæstir upplifa, djúpt inn á ísnum, í breyttum aðstæðum og á stöðum sem krefjast reynslu, þekkingar og öryggis. Mér finnst svo gaman að taka myndir af til dæmis ísklifurmanni að klifra upp á ísjaka á frosnu jökullóni þar sem ég er hangandi í línu sjálf. Eða af hnúfubak þar sem ég þurfti að fríkafa til að ná mynd af honum. Ég heillast af hættunni, það er eitthvað svo fallegt við hana.“ Vill fá fólk til að finna ævintýraþrá Þegar allt kemur til alls segir hún að þetta snúist um að fanga tilfinninguna. „Hvort sem það sé kraftinn í jöklunum, kyrrðina í náttúrunni eða mannlegu upplifunina í þessum aðstæðum. Það fær fólk til spyrja mig: Varstu ekki hrædd? sem er einmitt það sem ég er að reyna ná fram. Að segja sögur úr náttúrunni á þann hátt sem fær fólk til að finna fyrir ævintýraþránni sjálft, það er ævintýraljósmyndun fyrir mér.“ Eyrún ævintýraljósmyndari tók þessa mynd í Davíðsgjá.Eyrún Lydía Sturlað að hafa verið í Vogue Aðspurð hvernig það kom til að hún hafi fengið myndir sínar birtar í Vogue segir Eyrún Lydía að minnstu hafi munað að hún hefði misst af tækifærinu. „Þau höfðu samband við mig, ég hélt fyrst þetta væri nú bara einhver ruslpóstur en er afskaplega ánægð í dag ég hafi ekki hent honum, segir hún og hlær. Einhver hjá Vogue hafði fundið myndirnar mínar á Instagram og þau langaði að birta þær ásamt því að taka viðtal við mig og sýna myndir af Íslandi. Ég hélt þetta yrði bara ein blaðsíða og var bara spennt fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Þegar hún fékk blaðið í hendurnar voru þetta tvær ef ekki þrjár opnur. „Ég er enn þá í dag í sjokki yfir þessu öllu saman en þetta var í fyrsta skipti sem myndirnar mínar komu út á prenti. Þetta er eitt af þessum tímaritum sem mér bara datt aldrei í hug að vera í og var ekki á bucket-listanum mínum en ég er svo ánægð að geta sagt: Ég var í Vogue.“ Eitthvað sem hefði aldrei verið gert Fríköfunarmyndatakan sem Eyrún lauk nýverið við var meðal hennar stærstu verkefna. „Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi, taka mynd af jöklunum á Íslandi á annan hátt og gera eitthvað sem hafði ekki verið gert áður. Ég man eftir þessum lónum, inn í sprungum upp á jöklinum, sem koma og fara á vorin og sumrin eftir því sem jökullinn bráðnar og hlýnar í veðri. Þau myndast jafn hratt og þau hverfa. Mig langaði þess vegna að prófa fara ofan og fríkafa í þetta lón og sjá hvernig það liti út. Þannig byrjaði hugmyndin og þá fór boltinn að rúlla.“ View this post on Instagram A post shared by EYRÚN LYDÍA 🩵 (@eyrunlydia) Henni fannst þó ekki nóg að fara bara þarna ofan í og taka mynd. „Þá myndi fólk ekki alveg skilja hvað ég væri í rauninni að gera og hversu mikil vinna væri á bak við þetta allt saman. Ég þyrfti að finna eitthvað módel sem væri jafn klikkað og ég að fara þarna ofan í með mér og fríkafa.“ Heimildarmynd í kringum verkefnið Hún segir að það hafi ekki verið erfitt að sannfæra Adam Scanlon vin hennar að vera módelið. „Þá datt mér í hug að það væri náttúrulega best að gera bara smá heimildarmynd í kringum þetta allt saman, til að sýna fólki virkilega hvernig þetta allt var. Vinur minn Fabiano Latham er alltaf til í ævintýri og gerir svo tryllt myndbönd að mér fannst hann alveg fullkominn í þetta verkefni. Sony Nordic fékk á endanum áhuga á að vera partur af þessu verkefni þar sem ég tek allar myndirnar mínar á Sony. Mér fannst það virkilega gaman.“ Hér má sjá myndbandið: Öryggið lang mikilvægast Það tók Eyrúnu Lydíu rúmt ár að skipuleggja þetta allt saman. „Það tók tíma að finna rétta teymið, réttar aðstæður, réttan búnað og fá leyfi til að gera þetta á öruggan, faglegan og skapandi hátt. Tímasetning og veðurspá skiptir líka gríðarlega miklu máli. Við vissum í rauninni ekkert hvað við værum að fara út í.“ Mikilvægasti þátturinn var að sögn Eyrúnar Lydíu öryggi. „Ég þurfti að treysta á reynsluna mína á jöklum, að meta hvort lónið væri stöðugt og hvernig aðstæður gætu breyst hratt. Þegar ég er ofan í er lítið sem ég get hugsað um annað en að mynda. Ég vissi því að ég þyrfti að hafa einhvern til að sjá um köfunaröryggið okkar og fylgjast með því hvort lónið væri að tæma sig á meðan við værum í því. Annar þurfti að fylgjast með örygginu upp á jökli, svo að allt væri eins öruggt og hægt væri.“ Mikilvægar æfingar Þá gat hún verið aðeins rólegri og einbeitt sér að því sem hún gerir best. „Ég fékk vini mína og gamla vinnufélaga, með margra ára reynslu í þessum geira í það verkefni. Ég er ekki góður fríkafari og vildi því æfa mig fyrir þetta. Ég og Adam tókum æfingu í Davíðsgjá í janúar þar sem við fengum beint í æð hvernig þetta yrði, að ég hélt. Að klæða sig í búnaðinn úti, synda í ísköldu jökulvatni og versti parturinn var að fara upp úr og fara úr þessu öllu saman. Þar gat ég líka fylgst með hvernig myndavélin var í þessum kulda. Ég hef aldrei farið með myndavélina mína í svona kaldar aðstæður.“ Eyrún Lydía segist aldrei hafa farið með myndavélina í annan eins kulda.Aðsend Munaði miklu að hafa kajak á kantinum Þegar þau loksins fundu rétta lónið var aðal hausverkurinn að koma öllum búnaðinum þangað. „Öllum fríköfunarbúnaðinum, blautbúningum, jöklabúnaði og myndavéladóti. Það tók um klukkutíma að ganga að jöklinum og svo rúmt korter á jökli til að komast að lóninu. Við ákváðum því að einn færi á kajak með þyngstu hlutina til að ferja þá yfir að jökulrótum. Það munaði heilmiklu.“ Ferskur vinkill á íslenska náttúru Þegar uppi er staðið getur Eyrún Lydía varla lýst því hversu góð tilfinningin er að hafa náð þessu draumaverkefni. „Ég var búin að ímynda mér þetta svo allt of lengi og hafði ekki hugmynd hver útkoman yrði. Ég er svo ótrúlega ánægð með þessar myndir. Þær eru kannski ekki fyrir alla en þær skipta mig svo miklu máli. Þetta er ákveðinn persónulegur sigur. Ég trúi því eiginlega ekki enn þá að þetta hafi heppnast. Það er svo gaman að sjá að það er enn hægt að skapa eitthvað nýtt. Að finna ferskan vinkil á íslensku náttúruna, eitthvað sem enginn hefur gert áður. Það sem stendur upp að sögn Eyrúnar er fyrst og fremst er hversu vel teymið vann saman og hvað þau náðum að gera þetta vel og vandlega. „Ég er svo þakklát öllum sem komu að þessu verkefni, að hjálpa mér að gera þennan klikkaða draum minn að veruleika,“ segir hún brosandi að lokum.
Ljósmyndun Jöklar á Íslandi Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira