Fótbolti

Ís­lensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði um­ferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tvær hárnákvæmar sendingar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur skiluðu mörkum Inter í sigrinum á Lazio.
Tvær hárnákvæmar sendingar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur skiluðu mörkum Inter í sigrinum á Lazio. getty/FC Internazionale

Landsliðskonurnar í fótbolta, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, voru báðar valdar í lið umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni.

Karólína og Cecilía komu mikið við sögu þegar Inter sigraði Lazio, 0-2, á útivelli á sunnudaginn.

Karólína lagði bæði mörk Inter upp fyrir Tessu Wullaert og Cecilía varði vítaspyrnu undir lok leiksins.

Fyrir þessa flottu frammistöðu í höfuðborginni voru Karólína og Cecilía valdar í lið 7. umferðar ítölsku úrvalsdeildarinnar. Wullaert var þriðji fulltrúi Inter í liði umferðarinnar.

Inter hefur farið nokkuð rólega af stað í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og er í 7. sæti hennar með níu stig eftir sjö umferðir. Á síðasta tímabili endaði Inter í 2. sæti á eftir meisturum Juventus.

Næsti leikur Inter er ekki fyrr en 7. desember en þá tekur liðið á móti Genoa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×