Kristján Guðmundsson látinn Eiður Þór Árnason skrifar 24. nóvember 2025 23:43 Kristján Guðmundsson myndlistarmaður sýndi verk sín víða um heim. i8 Gallery Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum. i8 gallerí greinir frá þessu en Kristján starfaði með i8 frá stofnun þess árið 1995 og var þar með alls sjö einkasýningar. Kristján er einn þekktasti fulltrúi hugmyndalistar á Íslandi og sýndi verk sín víða um heim en einna helst í Evrópu og Bandaríkjunum, að sögn forsvarsmanna i8 gallerís. „Hann fann fljótt sína eigin nálgun þar sem hann bræddi saman framúrstefnuhugmyndir sjöunda áratugarins við hina nýju hugmyndalist og sínar eigin hugmyndir um knappa, nauma framsetningu. Þannig tókust bókverk hans, teikningar og innsetningar á við eðli og takmörk hefðbundinna skilgreininga í listum og vísindum.“ Þá er rifjað upp að Kristján var valinn ásamt Sigurði, bróður sínum, Hreini Friðfinnssyni og Þórði Ben Sveinssyni til að sýna við opnun Pompidou-safnsins í París árið 1977. Einnig hafi hann verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1982. Árið 1993 hlaut Kristján medalíu prins Eugen frá Svíakonungi, árið 2010 sænsku Carnegie verðlaunin og árið 2022 heiðursviðurkenningu myndlistarráðs fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Kristján fæddist á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi á Snæfellsnesi árið 1941. Foreldrar hans voru Áslaug Sigurðardóttir skrifstofumaður og Guðmundur Árnason, rammasmiður og listaverkasali. Andlát Myndlist Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
i8 gallerí greinir frá þessu en Kristján starfaði með i8 frá stofnun þess árið 1995 og var þar með alls sjö einkasýningar. Kristján er einn þekktasti fulltrúi hugmyndalistar á Íslandi og sýndi verk sín víða um heim en einna helst í Evrópu og Bandaríkjunum, að sögn forsvarsmanna i8 gallerís. „Hann fann fljótt sína eigin nálgun þar sem hann bræddi saman framúrstefnuhugmyndir sjöunda áratugarins við hina nýju hugmyndalist og sínar eigin hugmyndir um knappa, nauma framsetningu. Þannig tókust bókverk hans, teikningar og innsetningar á við eðli og takmörk hefðbundinna skilgreininga í listum og vísindum.“ Þá er rifjað upp að Kristján var valinn ásamt Sigurði, bróður sínum, Hreini Friðfinnssyni og Þórði Ben Sveinssyni til að sýna við opnun Pompidou-safnsins í París árið 1977. Einnig hafi hann verið fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1982. Árið 1993 hlaut Kristján medalíu prins Eugen frá Svíakonungi, árið 2010 sænsku Carnegie verðlaunin og árið 2022 heiðursviðurkenningu myndlistarráðs fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Kristján fæddist á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi á Snæfellsnesi árið 1941. Foreldrar hans voru Áslaug Sigurðardóttir skrifstofumaður og Guðmundur Árnason, rammasmiður og listaverkasali.
Andlát Myndlist Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira