Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 10:06 Tvíburaturnarnir þann 9. september árið 2001. Wikimedia Commons/Michael Foran Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira