Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Samantha Smith hefur möguelga leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. vísir / diego Óhætt er að segja að Bandaríkjakonan Sammie Smith hafi átt góðu gengi að fagna sem leikmaður Breiðabliks. Vera má að ótrúlegur sigur á Danmerkurmeisturum Hjörring í vikunni hafi verið hennar síðasti leikur fyrir liðið. Það var sannarlega ótrúlegur leikur á Jótlandi þar sem Blikakonur unnu samanlagðan 4-3 sigur eftir að hafa lent 3-0 undir. „Guð minn góður. Þegar við lentum 1-0 undir hugsaði ég bara: „Guð minn góður, við þurfum að skora þrjú mörk“ og svo komast þær í 2-0 og þá hugsaði ég: „Guð minn góður, nú þurfum við að skora fjögur.“ En við mættum miklu betur til leiks í seinni hálfleik og þegar Karitas kom inn á þá kom hún með aðra orku inn í liðið og hún breytti leiknum.“ „Svo þegar við skorum fyrsta markið þá fundum við að við gætum mögulega náð þessu og við héldum bara áfram. Svo endum við á að vinna og það var algjörlega sturlað.“ Hún skoraði annað mark Blika áður en liðið fékk aukaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma, marki undir. „Nokkrum mínútum áður hafði ég skotið hornspyrnu í hliðarnetið og ég hugsaði: „Skjóttu þessu á rammann. Ekki klúðra þessu.“ Mjög jákvæð hugsun. En mér tókst að koma boltanum inn í svæði þar sem við gátum gert eitthvað. Það var heppnisstimpill á snertingunni og boltinn fór á réttan stað. Ég er hæstánægð með það.“ Smith hefur farið mikinn hér á landi síðustu tvö sumur. Hún vann bæði Lengjudeildina með FHL og Bestu deildina með Breiðabliki í fyrra og vann tvöfalt með Blikum í ár. Samningur hennar í Kópavogi er runninn út og vera má að hún flytji sig um set, annað hvort á meginland Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mögulega,“ sagði Smith er hún var spurð út í hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur fyrir Breiðablik. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Miklar tilfinningar hafa byggst upp á þessari leiktíð og þetta er magnaður hópur af stelpum. Við erum svo nátengdar innan vallar sem utan og það er sjaldgæft. Að ná svona góðum árangri á leiktíðinni og ég fann fyrir svo miklum létti og við gáfum tilfinningunum lausan tauminn. Ég elska allar þessar stelpur og ég vona að ég sjái þær aftur. Við sjáum til.“ Á meðan hún finnur út úr næstu skrefum ætlar hún að njóta með fjölskyldunni en Smith flýgur vestur um haf í dag. „Við ætlum að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina og borða góðan mat. Þetta er fullkominn tími til að fara heim, halda hátíð og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég get ekki beðið.“ Viðtalið við Sammie Smith í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sammie Smith um ótrúlegan sigur Blika og framtíðina Breiðablik Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjá meira
Það var sannarlega ótrúlegur leikur á Jótlandi þar sem Blikakonur unnu samanlagðan 4-3 sigur eftir að hafa lent 3-0 undir. „Guð minn góður. Þegar við lentum 1-0 undir hugsaði ég bara: „Guð minn góður, við þurfum að skora þrjú mörk“ og svo komast þær í 2-0 og þá hugsaði ég: „Guð minn góður, nú þurfum við að skora fjögur.“ En við mættum miklu betur til leiks í seinni hálfleik og þegar Karitas kom inn á þá kom hún með aðra orku inn í liðið og hún breytti leiknum.“ „Svo þegar við skorum fyrsta markið þá fundum við að við gætum mögulega náð þessu og við héldum bara áfram. Svo endum við á að vinna og það var algjörlega sturlað.“ Hún skoraði annað mark Blika áður en liðið fékk aukaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma, marki undir. „Nokkrum mínútum áður hafði ég skotið hornspyrnu í hliðarnetið og ég hugsaði: „Skjóttu þessu á rammann. Ekki klúðra þessu.“ Mjög jákvæð hugsun. En mér tókst að koma boltanum inn í svæði þar sem við gátum gert eitthvað. Það var heppnisstimpill á snertingunni og boltinn fór á réttan stað. Ég er hæstánægð með það.“ Smith hefur farið mikinn hér á landi síðustu tvö sumur. Hún vann bæði Lengjudeildina með FHL og Bestu deildina með Breiðabliki í fyrra og vann tvöfalt með Blikum í ár. Samningur hennar í Kópavogi er runninn út og vera má að hún flytji sig um set, annað hvort á meginland Evrópu eða heim til Bandaríkjanna. „Mögulega,“ sagði Smith er hún var spurð út í hvort þetta hafi verið hennar síðasti leikur fyrir Breiðablik. „Ég er ekki alveg búin að ákveða mig. Miklar tilfinningar hafa byggst upp á þessari leiktíð og þetta er magnaður hópur af stelpum. Við erum svo nátengdar innan vallar sem utan og það er sjaldgæft. Að ná svona góðum árangri á leiktíðinni og ég fann fyrir svo miklum létti og við gáfum tilfinningunum lausan tauminn. Ég elska allar þessar stelpur og ég vona að ég sjái þær aftur. Við sjáum til.“ Á meðan hún finnur út úr næstu skrefum ætlar hún að njóta með fjölskyldunni en Smith flýgur vestur um haf í dag. „Við ætlum að halda upp á Þakkargjörðarhátíðina og borða góðan mat. Þetta er fullkominn tími til að fara heim, halda hátíð og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég get ekki beðið.“ Viðtalið við Sammie Smith í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sammie Smith um ótrúlegan sigur Blika og framtíðina
Breiðablik Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjá meira