Fótbolti

Viðar Ari kom öllu af stað í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Ari Jónsson og félagar eru í góðum gír þessa dagana.
Viðar Ari Jónsson og félagar eru í góðum gír þessa dagana. Sandefjord

Viðar Ari Jónsson og félagar í Hamarkameratene unnu stórsigur í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hamarkameratene eða HamKam vann þá 5-0 sigur á Haugesund á heimavelli sínum.

Viðar Ari kom öllu af stað með því að skora fyrsta mark leiksins strax á sjöttu mínútu en staðan var síðan orðin 5-0 í hálfleik. Ekkert mark leit dagsins ljós í þeim síðari en úrslitin voru auðvitað löngu ráðin.

Anton Ekeroth lagði upp mark Viðars og var samtals með eitt mark og tvær stoðsendingar í hálfleiknum.

Viðar Ari hefur spilað vel að undanförnu og HamKam hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Viðar hefur komið að fjórum mörkum í þessum þremur sigurleikjum liðsins.

Sigurinn skilar HamKam upp í ellefta sæti deildarinnar en liðið er að fjarlægjast fallbaráttuna með góðum endaspretti.

Viðar Ari er með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í 24 leikjum á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×